Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 105
ÞJÓÐARÉTTAKSTAÐA ÍSLANDS
81
Samningurinn 1918, sem nú er í gildi milli íslands og Danmerkur, gæti
að undanteknum 1. og 5. gr., staðist, þótt bæði ríkin eða annaðhvort
þeirra væri lýðveldi. Ekkert er því til fyrirstöðu, að ísland jafnvel undir
þeim kringumstæðum, með frjálsri ákvörðun fengi Danmörku til með-
ferðar einhvern hluta af utanríkismálum sínum, eða að íslendingar og
Danir nytu “jafnréttis” í hlutaðeigandi löndum. Þá gætu undir sömu
kringumstæðum dansk-íslenzka nefndin og gjörðardómurinn staðist. Eða
svo tekið sé annað dæmi: Raunverulega er ekkert því til fyrirstöðu, að
Norðurlönd gjöri samninga um slíkar nefndir, um jafnrétti fyrir hlutað-
eigandi ríkisborgara, og að skift sé til meðferðar utanríkismálunum á
milli þeirra. Með því væri þó ekki stofnað skandinaviskt ríkjabandalag,
heldur aðeins bandalag.
ísland er í bandalagi við Danmörk — bandalagi í þeirri merkingu, sem
eg legg í orðið. Það er í þjóðréttarlegu samningsbundnu stjórnmála
sambandi, en sérstætt að stjórnarfari. Konungurinn er ekki stjórnarvald.
Hann er eins og áður er sagt, alt önnur réttarpersóna á íslandi en í Dan-
^iörku. Utanríkismálin eru ekki sameiginleg, því ísland setur hinn danska
utanríkisráðherra og þá embættismenn, sem undir hann eru gefnir, til að
framkvæma fyrirskipanir sinnar. Stríð og friður eru ekki sameiginleg
^iál. Danmörku ber hvorki skylda né réttur til að verja ísland, ef á það yrði
ráðist. ísland hefir opinberlega látið tilkynna erlendum ríkjum ævarandi
hlutleysi sitt.1) Sökum dansk-íslenzku nefndarinnar og gjörðardómsins,
sökum ágreinings um túlkun sambandslaganna 1918 er ísland í nokkru
nanara sambandi við Danmörku en við önnur ríki, sem það hefir gjört
samninga við um friðsamlega jöfnun deilumála, svo sem Spán (1929),
Svíþjóð (1930), og Noreg (1930). En nefndin og gjörðardómurinn eru
þjóðréttarlegar, en ekki ríkisréttarlegar stofnanir.
Einar Arnórsson andmælir þeirri skoðun minni, sem lýtur að því, að
sambandið milli fslands og Danmerkur sé bandalag: “Ragnar Lundborg
hallar sambandið bandalag (Staatenallianz), sem auðvitað er rangt, þar
Sem í stríði hvorki er um sóknar- eða varnarbandalag að ræða”.2) Einar
Arnórsson hefir auðsjáanlega ekki veitt flokkun minni á ríkjasamböndum
eftirtekt. Eftir henni tekur hugtakið “bandalag” nákvæmlega yfir dansk-
^slenzka sambandið. Bandalagið milli Danmerkur og fslands er gjört til
25 ára. Það er uppsegjanlegt á hvora síðuna sem er með þriggja ára upp-
sagnarfresti frá 1940. Ef uppsögnin er þá ekki gjörð, má þá gjöra hana
hvenær sem er á næsta þriggja ára fresti. (Samningur 1918, 18. gr.)
lOOSland 'hefir engan her- Einungis lögreglan í Reykjavík er vopnuð, að meðtöldum
lö° varamönnum og skipshöfnum strandvarnarskipanna. Arið 1925 var frumvarp um
^ gregluskyidu borið upp á alþingi, en var ekki samþykt. Fyr eða síðar verður þó
kv'slolna íslenzka lögregludeild. — Erlend iherskip heilsa ekki með skot-
kve°lu. Þegar þau koma inn á íslenzka höfn, þar sem þeim er fyrirfram tilkynt, að
eojum af því tagi verði ekki svarað á Islandi.
)Einar Arnórsson, Völk. bls. 73.