Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 107
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
83
Anzilotti hallast hvorki að skoðunum um ríkja- eða persónusamband,
heldur segir hann, að sambandið milli íslands og Danmerkur hafi ýms
sérkenni, sem gjöri það frábrugðið hinum sögulegu fyrirmyndum ríkja-
sambanda, sem sé ríkjasambands Svíþjóðar og Noregs og Austurríkis og
Ungverjalands.1) Ef skoðun hans á persónusambandi og ríkjasambandi
er athuguð, kemur það í ljós, að hann skoðar sambandið milli Danmerkur
og íslands frekast sem persónusamband. Því hann segir: “í persónusam-
bandi er þjóðhöfðinginn einungis sú persóna (qui plures sustinet personas),
sem kemur fram sem stjórnarvald hvors ríkisins út af fyrir sig, en í
ríkjasambandi er þjóðhöfðinginn hinsvegar sameiginlegt stjórnarvald, þ.
e. framkvæmandi sameiginlegra fyrirmæla hinna sameinuðu ríkja.2)
Skoðun mín á stöðu fslands er í fáum orðum þessi: ísland er þjóð-
réttarlega viðurkent, fullvalda konungsríki er hefir allar ríkisréttarlegar
stofnanir fráskildar Danmörku. fsland er í sambandi við Danmörku með
samningnum 1. desember 1918, en samningur þess er uppsegjanlegur af
samningsaðilqnum hvorum um sig. Samband þetta svarar því ekki til
bandaríkjum, heldur til bandalags milli ríkja. Og að lokum, með því að
svo stendur á að konungur íslands er hin sama persóna sem konungur.
Danmerkur, þá standa bæði ríkin í persónusambandi hvort við annað.
!)D. Anzilotti, Lehrbuoli des Völkerrechts, Berlin-Leipzig 1929, bls. 145.
2)Sama rit, bls. 142.
Eftir Prófessor Kicirard Beck
Dísir ársins unga,
ísland, hollar reynist þér;
hagsæld fólki’ og fróni
flytji það í skauti sér.
Vestan ber þér vindur
Vínlandsbarna ástarhót;
ættarstofninn sterki
stendur þar á traustri rót.