Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 112
88
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hafa tungu og tækni, til að yrkja
margþætta kliðkviðu, vefa í ljóð
þennan sólhýra dag, hitamóðuna,
vestan vindinn og kornstanga gull-
ið, vefa það saman við sigurgleði
Hafliða og heitann og þungann
hjartslátt jarðarinnar.-----En nú
var hún orðin tungustöm og ryðguð
í ríminu, og öldruðu augun hennar
hvörfluðu til Hafliða og sáu að þar,
sem hann var og börnin þeirra, var
nú hennar heimur, bæði í veruleika
og draumum. Hún lyfti upp hend-
inni, og athugaði aftur litla hnöttinn
fagurgræna, og alt í einu hugsaði
hún sér, að hún héldi þarna á smá-
mynd af jörðinni sjálfri í lófa sínum.
Hún sá lönd og höf, borgir og bæi,
sveitir og héruð iðandi af lífi og
starfi, hún sá börnin sín hverfa út í
þröngina, og leggja sinn skerf til
lífsins og áframhaldsins. Þau voru
kvæðin hennar, gædd lífi og sál.
Þórhildur reis rösklega á fætur,
það var komið fram að kvöldmatar-
tíma og um margt þurfti að hugsa
fyrir morgundaginn.
Þá um kvöldið, að öllum búverk-
um loknum, var gengið snemma til
náða á Grund, því í birtingu daginn
eftir áttu menn að taka til starfa.
Nokkru eftir miðnætti hrökk Haf-
liði upp af lausum og órólegum svefni
við þrumuhljóð í fjarska og í sömu
svipan brá fyrir snöggum glömpum,
sem lýstu upp svefnstofuna með
sterkri, gegnum smjúgandi, græn-
blárri birtu frá eldingunum.
Þau hjónin þutu á fætur og gátu
með naumindum lokað gluggum og
hurðum, um leið og óveðrið skall á.
Hinn ægilegasti þrumustormur æddi
yfir landið, alt lék á reiðiskjálfi, him-
inn logaði og leiftraði af eldingun-
um, er tvístruðust og flugu eins og
risavaxnir fleinar. Þrumugnýrinn
svo ógurlegur, að líkast var sem
himinn og jörð væru að rifna. Alt
skalf og nötraði og óyndislegur hvin-
ur kvað úti fyrir. Regnið fossaði
og rauk með öldugangi. í slíku
óveðri, sem þessu, þegar þrumu-
guðinn ferðast í stormskýjunum
miskunnarlaus og tryldur, finna
menn vanmátt sinn, og þeim verður
það sama og öðrum skepnum, að
leita skjóls og standa þar í höm.
Þau Hafliði og Þórhildur stað-
næmdust við gluggann í borðstof-
unni, að deginum til var þaðan gott
útsýni yfir akrana. Nú huldi nóttin
og óveðrið alt, þrátt fyrir blossandi
leiftrin, er loguðu og þutu í svörtum
æðandi skýjabólstrunum. Steinþegj-
andi störðu þau út í nóttina, út í
hamslaust þrumuveðrið. Það var
brothljóð í húsinu, sem skalf og
nötraði við hverja stormhviðuna, er
skall á því, skalf og stundi undan
ofsa stormsins.
Þórhildur stundi líka, henni var
þungt niðri fyrir, en hún vildi ekki
láta Hafliða vita um hve hrædd hún
var í raun og veru við þetta veður,
ekki einungis skaðann og skemdim-
ar, sem það vafalaust hafði í för
með sér, heldur þrumuveðrið sjálft,
hún fyrirvarð sig fyrir hugleysið, en
hún hafði aldrei getað vanist þrumu-
stormi. Skömmu eftir að hún var
gift Hafliða og byrjuð búskapinn
höfðu þau hjónin verið að vinna í
stórum jarðeplagarði æði langt frá
bænum. Þá skall á, áður en þau
varði, hellirigning með eldingum ,og
þrumum. Og til að hlífa sér fyrú'
regninu hafði hún hlaupið í skjól
undir stærðar tré, sem var þar skamt