Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 112

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 112
88 TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hafa tungu og tækni, til að yrkja margþætta kliðkviðu, vefa í ljóð þennan sólhýra dag, hitamóðuna, vestan vindinn og kornstanga gull- ið, vefa það saman við sigurgleði Hafliða og heitann og þungann hjartslátt jarðarinnar.-----En nú var hún orðin tungustöm og ryðguð í ríminu, og öldruðu augun hennar hvörfluðu til Hafliða og sáu að þar, sem hann var og börnin þeirra, var nú hennar heimur, bæði í veruleika og draumum. Hún lyfti upp hend- inni, og athugaði aftur litla hnöttinn fagurgræna, og alt í einu hugsaði hún sér, að hún héldi þarna á smá- mynd af jörðinni sjálfri í lófa sínum. Hún sá lönd og höf, borgir og bæi, sveitir og héruð iðandi af lífi og starfi, hún sá börnin sín hverfa út í þröngina, og leggja sinn skerf til lífsins og áframhaldsins. Þau voru kvæðin hennar, gædd lífi og sál. Þórhildur reis rösklega á fætur, það var komið fram að kvöldmatar- tíma og um margt þurfti að hugsa fyrir morgundaginn. Þá um kvöldið, að öllum búverk- um loknum, var gengið snemma til náða á Grund, því í birtingu daginn eftir áttu menn að taka til starfa. Nokkru eftir miðnætti hrökk Haf- liði upp af lausum og órólegum svefni við þrumuhljóð í fjarska og í sömu svipan brá fyrir snöggum glömpum, sem lýstu upp svefnstofuna með sterkri, gegnum smjúgandi, græn- blárri birtu frá eldingunum. Þau hjónin þutu á fætur og gátu með naumindum lokað gluggum og hurðum, um leið og óveðrið skall á. Hinn ægilegasti þrumustormur æddi yfir landið, alt lék á reiðiskjálfi, him- inn logaði og leiftraði af eldingun- um, er tvístruðust og flugu eins og risavaxnir fleinar. Þrumugnýrinn svo ógurlegur, að líkast var sem himinn og jörð væru að rifna. Alt skalf og nötraði og óyndislegur hvin- ur kvað úti fyrir. Regnið fossaði og rauk með öldugangi. í slíku óveðri, sem þessu, þegar þrumu- guðinn ferðast í stormskýjunum miskunnarlaus og tryldur, finna menn vanmátt sinn, og þeim verður það sama og öðrum skepnum, að leita skjóls og standa þar í höm. Þau Hafliði og Þórhildur stað- næmdust við gluggann í borðstof- unni, að deginum til var þaðan gott útsýni yfir akrana. Nú huldi nóttin og óveðrið alt, þrátt fyrir blossandi leiftrin, er loguðu og þutu í svörtum æðandi skýjabólstrunum. Steinþegj- andi störðu þau út í nóttina, út í hamslaust þrumuveðrið. Það var brothljóð í húsinu, sem skalf og nötraði við hverja stormhviðuna, er skall á því, skalf og stundi undan ofsa stormsins. Þórhildur stundi líka, henni var þungt niðri fyrir, en hún vildi ekki láta Hafliða vita um hve hrædd hún var í raun og veru við þetta veður, ekki einungis skaðann og skemdim- ar, sem það vafalaust hafði í för með sér, heldur þrumuveðrið sjálft, hún fyrirvarð sig fyrir hugleysið, en hún hafði aldrei getað vanist þrumu- stormi. Skömmu eftir að hún var gift Hafliða og byrjuð búskapinn höfðu þau hjónin verið að vinna í stórum jarðeplagarði æði langt frá bænum. Þá skall á, áður en þau varði, hellirigning með eldingum ,og þrumum. Og til að hlífa sér fyrú' regninu hafði hún hlaupið í skjól undir stærðar tré, sem var þar skamt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.