Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 115
TRAUSTIR MÁTTARVIÐIR
91
Því síðar, að þú hefðir haldið eina
nóttina, að eg væri dáinn, þar sem
eg lá í dái og þú sast við rúmið
mitt og hélst í höndina á mér. Eg
hefi; stundum haldið það sama.
Þegar eg hefi hugsað um þá nótt,
Það getur hafa verið draumur eða
óráð, en mér fanst eg vera að
hverfa, fjara út, deyja — leysast
UPP og hverfa — en þó ekki alveg,
þá var líkast því að lífsstraumur
færi um mig frá einhverjum krafti,
sem héldi mér uppi. Eg greip í
þetta strá, það var hönd þín og það
afl, sem kallaði mig til baka, til lífs-
ins varst þú. Ást okkar var þá sterk-
ari en dauðinn. Við ættum nú að
hafa hugrekki til að mæta þessari
óveðursnótt, ef við leggjum saman
krafta okkar þar til veðrinu slotar.”
Eftir Jón Kemested
ó, nótt, ó, nótt! f þinni djúpu þögn,
f þinni miklu alheims kyrð og ró:
Á mannleg tunga nokkra sanna sögn,
Er sýnt þig geti á tímans djúpa sjó?
Það held eg ei. Minn hug það lengi sló.
Þín djúpa þögn, þín dimma næturkyrð,
Þitt dauðamók og alheims draumasafn,
Hvað á þó stað hjá lífsins ljúfu hirð
Eins lærdómsríkt? En hefir ekkert nafn.
Og þar af stendur straumur tímans jafn.
Alt faðmar nóttin töfrarík og traust,
Með tign og hvíld, sem enginn skilið fær.
Úr greipum þeim hún lætur ekkert laust
Unz ljósið snertir hana og morgunblær
Og dagur frjáls í djúpi tímans hlær.