Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 119
SKÁLDIÐ JÓN RUNÓLFSSON
95
mannsins og allra mannanna barna
að meiru eða minna leyti blasir þar
við sem í skuggsjá; hér er einnig
heitur undirstraumur mannlegrar
viðkvæmni:
“Fagurtymd og famrhvít skín
fyriríheitna borgin mín
handan vötnin blóðlit, breið,—
beina 'pálmar minni leið.
Pama’ að síðstu, sagði eg þá,
sjá eg takmark lifsins má.
Þaraa’ er andans hugþreyð höfn
handan þessa blóðgu dröfn.
ögnir mér ei aftrað fá
endamörkum þeim að ná.
Engin tálman, engin neyð,
ótal pálmar vísa leið.
Skeiðið þreytt tU enda er—
eyðimörkin sama hér
glóðheit, skrælþurr, skjóllaus, ber:
skefur sand í augu mér.”
Lífið hafði, eins og fyr segir og
Uóst er af þeim kvæðum Jóns, sem
að ofan er vitnað til, verið honum
næsta mikil öræfaganga — Sahara-
för, þar sem glóðheitur sandur skar
^ljar vegfarandans og skóf í augu
hans. í einstæðingsskap var skáld-
því oft samúðarþurfi, eins og
fram kemur í kvæðinu “Taktu í hönd
mer”, sem hann las upp í samsæti
K er vinir hans í Winnipeg héldu
honum áður en hann lagði upp í ís-
Jandsferðina 1913:
Taktu í hönd mér; þess hef eg þörf;
mjer þorrinn er hugur lítt.
»ið sanna er hjer, að manni sem mjer
vex megin við handtak hlýtt.
Hm dal hef eg gengið dáinnar þrár
dulur og fár við menn,
°g hælis leitað, en það var ei þar,
°g því er mjer hugþungt enn.
Einum er trú og öðrum von
ylsól á vegum skír;
en þinnar handar eg þarfnast og,
að þróttur mjer vaxi nýr.”
En þó vonbrigði og sársaukinn,
sem fylgir þeim í spor, legðust oft
sem farg á Jón, hafði hann lært
þann mikla sannleika á pílagrímsför
sinni um hjarn og hrjóstur lífsins,
að sífeld og fullkomin ánægja með
hlutskifti sitt er hvorki ákjósanleg
né vænleg til hins æðsta þraska.
Þennan sígilda sannleika — sem
þorra manna sést svo auðveldlega
yfir í hamingjuleit sinni — færir
Jón í snjallan ljóðabúning í kvæð-
inu “Nei, ánægð, sál mín, ei þú
skyldir vera”:
“Nei, ánægð, sál mín, ei þú skyldir vera
að öllu. Vit, að hitt mun sönnu næst,
að sjálfs ánægju síst þeir merkið bera,
er sigur-fjalla brattann klifa hæst.
Því sjálfsánægja á skylt við mettan maga,
er metur jafnvel dýrast svefnsins náð;
en afreksverkin hafa heims um daga
i hvildarlausri framsókn verið háð.
Met þitt, en vertu’ ei ánægð þó með öllu,
því óhægð sálar til er heilbrigð, góð,
sem innblæs þrá með andans ráði snjöllu
að inna af hendi gagnsemd landi og
þjóð.
Svo þegar friðlaus hugþrá sú vill svifta
þig sjálfsánægju, hrygð þá enga ber;
þvi það er andans rödd þér upp að lyfta
til iðju: en þar er — guð í sjálfum
þér.”
Hér lýsir sér hugsjónaást og um-
bótahugur, því Jón var bjartsýnn
eiginlega, þrátt fyrir öll skipbrotin,
sem hann beið um ævina. Sú bjart-
sýni talar t. d. sínu máli, svo