Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
96
eigi verður um villst, i niður-
lagi kvæðisins “Mig heilla þær
hægstrauma lindir”, sem vitnað
var til hér að framan. í því kvæði
má einnig lesa Ijósu letri þá innilegu
trúarhneigð, sem skáldinu bjó í
brjósti og miklu víðar glæðir kvæði
hans ljósi og yl. Þá bera sálmaþýð-
ingar hans henni eigi síður fagurt
vitni. Jón var því enginn fylgjandi
efnishyggjunnar; musteri trúar-
skoðana hans var hinsvegar eigi
reist úr rammgjörðum máttarviðum
flókinna erfikenninga; hitt mun
sanni nær, að kjarna trúarlegrar af-
stöðu hans og horfs við iífinu sé að
finna í ví-sunni:
“Fjölmörg er kirkjunnar kredda
og kenning um líf og hel.
En allt það sem við á og — vantar
í veröld, er — bræðraþel.”
Og skáldið, sem sjálfur var sam-
úðarþurfi um aðra fram og fann svo
átakanlega til skortsins á bræðra-
þeli manna á meðal, átti víðfeðma
samúð með mönnum og málleysingj-
um, einkum með þeim af mannanna
börnum, sem máttarminnstir voru
og berskjaldaðastir stóðu fyrir
stormum lífsins. Hann yrkir eitt-
hvert hjartnæmasta og fegursta
kvæði sitt um “Móðurina út með
sjónum”, sem syngur við smásvein
sinn í sjómannakofanum, full kvíða
um örlög eiginmanns síns úti á
stormæstum sænum, þar sem:
“Brimveldið biátt
rifst við blindhriðarmátt.
um fiskimanns fjör
og fisljettan knör.”
Börnin áttu einnig hinn einlæg-
asta aðdáanda og talsmann þar sem
Jón var, eins og ljóslega sést af
kvæðunum “Perla lífsins” (um
bróðurdóttur hans) og “Andrea
litla”. Dýravinur var hann og
er kvæði hans “Rauðbrystings
hreiðrið” (sbr. Sameiningin, okt.
1927) fullnægjandi sönnun þess; á
það vel heima í lesbókum þeim, sem
ætlaðar eru börnum og unglingum,
því að þar er bæði skáldlega og
mannúðlega með efni farið.
En samúð Jóns náði út fyrir ríki
manna og dýra. Hann yrkir snilld-
arkvæði, “Frostnótt”, um brum-
hnappinn, sem hélufrostið kyssti
kossi dauðans, svo að hann stendur
eftir kalinn á stöngli sínum, einn og
fyrirlitinn, en blómaskrúð og annar
gróður jarðar hlæja við augum allt
um kring. Skáldið skilur örlög þessa
einstæðings, því að hann hafði sjálf-
ur fundið kuldanepju andúðar og
skilningsleysis nísta sig inn að
hjartarótum; því segir hann um
kalinn brumhnappinn:
‘Hann angar ei, hann engan blóma ber;
hans blómtíð hvarf sem hugþreyð sýn
í draum,
og samt hann finnur lifsins ljúfa
straum,
er logar heitt og um hans stöngul fer.
Kom, vinur smár, og hníg að hjarta mér,
því -hver veit nema böl þitt vel eg
kenni;
þótt hjarta mitt í ioga lífsins brenni,
það lika snortið kossi dauðans er.”
Eðlilegt er það, að umbótaelskum
mönnum og samúðarríkum verði
gjarnt til ádeilu, er þeir standa and-
spænis misréttinum og óheilindunum
í mannlífinu. Þessa gætir einnig i
kveðskap Jóns, þó ekki væri hann
sérstaklega ádeiluskáld; en mein-