Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 124
100
TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hér er óneitanlega mælska og
myndagnótt. En um þýðinguna
ætla eg að segja megi — og eg hefi
margborið hana saman við frumritið
— með sanni, svipað og merkistíma-
rit enskt sagði um frumkvæðið end-
ur fyrir löngu: Með því að lesa svo
vandað og fagurt ritverk einu sinni
eða tvisvar, er höfundinum beinn ó-
réttur gerður.
Umræddar þýðingar Jóns sína vel,
að hann hefir verið handgenginn
skáldskap ýmsra hinna fremstu
ljóðsnillinga Norðurlanda og hins
enskumælandi heims; frumsamin
kvæði hans bera því einnig vitni,
engu síður en þýðingar hans, að
hann hefir eigi verið ókunnugur í
íslenzkum Ijóðaheimi að fornu og
nýju. Sá einn nær slíkum sprett-
um úr íslenzku máli, er drukkið
hefir djúpt af þeim lindum þess, sem
tærastar eru og upprunalegastar.
Loks er að geta sálmaþýðinga
Jóns, sem stórmerkar eru og miklu
lofsorði hefir verið lokið á af smekk-
vísum mönnum og fróðum í þeirri
grein bókmentanna. Um þýðingar
þessar fór dr. Björn B. Jónsson
meðal annars svofeldum orðum:
“Eru sálmarnir níu, alt úrvals sálm-
ar. Frábærlega vel þýddur er hinn
mikli sálmur Newmans “Lead, Kind-
ly Light”. Sálmurinn frægi eftir
Heber, “From Greenland’s Icy Moun-
tains”, er svo vel þýddur, að hann er
engu síðri í þýðingunni en á frum-
málinu, og kemur það fyrirbrigði
sjaldan fyrir. Allra snildarlegust er
þó þýðingin á hinum dýrlega páska-
sálmi Grundtvigs, “Páskamorg-
un”.”D — þetta er ekki ofmælt.
1) Sameinlngin, des. 1924, bls. 368.
Þessi lofsöngur upprisunnar er einn
af áhrifamestu sálmum hins danska
skáldjöfurs, og er þá mikið sagt.
Fögnuður og hrifning brjótast þar
fram í fossaföllum hrynjandi máls-
snilldar, sem samsvarandi guðmóður
lyftir til flugs. Það er sambærileg
mælska og flug í þýðingunni, eins og
þessi vers hennar sýna:
“Páskamorgun mannskynssorga,
mannkynissorga þerrar tár,
lífi manna Ijóssins sanna,
ljóssins sanna morguns-ár.
Páskamorgun mannkynssorga,
mannjkynssorga þerrar tár.
Gull í mundu gefur stundin,
gefur stundin þessi oss:
ijóssins hjarta, lífsins bjarta,
lífsins bjarta sigurhnoss.
Gull í mundu gefur stundin,
gefur stundin þessi oss.”
Þó greinargerð þessi fari allfljótt
yfir sögu, ætti hún að færa flestum
heim sanninn um það, að Jón Run-
ólfsson var merkilegt ljóðskáld, einn
af þeim andans mönnum íslenzku
þjóðarinnar, utan landsteina hennar,
sem ríkulega hefir greitt henni fóst-
urlaunin. Eigi hefir honum verið
neinn bautasteinn reistur, nema sá,
er hann meitlaði í stuðlamál sín, og
hverju skáldi er æskilegasti minnis-
varðinn. Hitt má ekki minna vera
en vér, sem séð höfum undan hand-
arkrika hans nýja heima opnast fyr'
ir oss, fléttum honum minnissveig
og þakklætis og leggjum á legstað
hans. Slík ræktarsemi yngri kyn-
slóðar við þá eldri er eigi aðeins
makleg og fögur; hún felur í sér fr®
aukins menningarþroska og andlegs
langlífis.