Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 125
EDiimsyr’ JómxssoEn myinidllhi©g|§|v&ri
Erindi flutt á þjóðræknisþingi 1938.
Eftir séra Sigurð ólafsson
Hinn þjóðlegi arfur vor íslendinga
hefir farið stórum vaxandi hina síð-
ari áratugi. Breytingin er mikil, ef
framsóknin er tekin til greina er
átt hefir sér stað síðan um aldamót,
eða stuttu fyrir þann tíma. Með
hessu er nú alls ekki við það átt, að
nýjustu bókmentir íslendinga hafi
hvarvetna sett ný met, þó að um
sumar greinar þeirra, eigi það við.
Ekki er það þó ætlun mín að betri
Ijóð hafi ort verið á síðari tímum,
an þau er stórskáld vor ortu á öld-
inni sem leið, eður fyrr á tímum;
heldur hitt, að á síðustu 30—40
árum hefst ný listaöld á íslandi, er
aldrei hefir átt sinn líka, í sögu
hjóðarinnar. Listræni á mörgum
sviðum, er fslendingum arfgeng og
'í eðlið borin, en hefir þroskast í
kyrþey og á þjóðlegan hátt, og fund-
ið útrás hjá þjóðinni öldum saman:
i listaskrift, fögrum bókstöfum, fá-
Sætri smíði, í saumi, glitvefnaði og
hannyrðum, útskurði í tré og annari
niargbreytilegri tækni sem er hvort-
tVeggja í senn, frumstæð og fágæt,
ef með sanngirni er tekin til greina
einangrun og afstaða sú er fyrri tíða
fólk átti við að stríða.
Listhæfnin birtist nú á mörgum
sviðum; aukin tækifæri síðari ára-
i-uga hafa veitt henni framrás. Tón-
Jistin á sér nú marga túlkendur. —
ónlistarskóli er nú starfræktur á
lslandi. íslenzkir söngmenn fara
sigui-farir víða um lönd. Skurðlist-
in, sem ávalt hefir lifað með þjóð-
inni, endurhefst með Stefáni Eiríks-
syni hinum oddhaga, af Jökuldal,
og lærisveinum hans, þektastur
þeirra mun vera listamaðurinn Rík-
arður Jónsson, er hefir sett ný
met með listhæfni sinni á ýmsum
sviðum. Hið sama mun og mega
segja um málaralistina. Listfengi
á því sviði hefir oft á umliðnum
öldum, þrátt fyrir allar hindranir
átt sér stað.
Á vorum dögum hófst Ásgrímur
Jónsson þar fyrstur handa, stuttu
fyrir aldamót, mun hann og enn að
verki. — Þórarinn B. Þorláksson var
meðal hinna fyrri málara, og mót-
aði spor íslenzkfar listar með hugð-
næmum landslagsmyndum sínum. —
Frumlegastir meðal málaranna ís-
lenzku munu þeir Jóhannes Kjarval
og Jón Stefánsson nú taldir að vera,
Einnig Eggert Guðmundsson, auk
margra annara. Munu þeir allmjög
sjálfstæðir taldir í túlkun sinni og
brautryðjendur hver á sína vísu. —
Aftur á móti er ekki hægt að segja
að myndhöggvara listin hafi verið
tíðkuð á íslandi, áður fyr, eins og
sumar aðrar listir voru. Hér er því
um nýtt landnám listarinnar að
ræða, að því er fslendinga snertir,
að því ógleymdu að hinn frægi Al-
bert Thorvaldsen var af íslenzku
bergi brotinn.
óhætt mun því að fullyrða að
Einar Jónsson listamaður frá Galta-