Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 126
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
felli sé frumhefjandi íslenzkrar
höggmyndalistar, og sá sem lang-
mest ber á, í þeirri grein á íslandi,
enda hefir hann nú starfað í þeim
víngarði óslitið í full 40 ár. Einnig
málar hann og gerir dráttmyndir.
Ýmsir aðrir íslenzkir hæfileikamenn
eru einnig starfandi á sviði högg-
mynda-listarinnar meðal íslendinga,
svo sem Nína Sæmundsson, er getið
hefir sér frægð víða um lönd, Guðm.
Einarsson frá Miðdal, og ýmsir
fleiri, þótt ekki kunni eg að nafn-
greina þá.
Manni hlýnar um hjartarætur við
það, að hugsa um íslending, er unn-
ið hefir sér aðdáun og frægð með
starfi sínu, og markað hefir með
list sinni óafmáanleg spor í tímans
sand, langar mig því að tala um
Einar Jónsson og list hans. — Tek
eg sérstaklega til meðferðar þrjár
standmyndir eða lágmyndir, eina
dráttmynd og eitt af málverkum
hans. Flestar þessar myndir eru
meðal þeirra er minna hefir borið
á, og eftir því sem eg bezt til veit,
hefir ekki opinberlega verið um þær
ritað, utan eina þeirra.
Nú treysti eg góðvilja ykkar og
ást á því sem íslenzkt er, til þess
að virða þessa tilraun mína á betri
veg, því ekki tala eg sem listdómari
eða gagnrýnandi; til þess brestur
mig flest skilyrði. Orð mín eru töl-
uð frá sjónarmiði alþýðumannsins,
og út úr hjarta náttúrubarnsins,
sem dáist að fegurð, en finnur sig
þó ekki þess umkominn að gjöra
glögg skil aðdáun sinni.
Einar Jónsson hefir ávalt heillað
huga minn, en sú aðdáun mín, “úr
fjarlægð”, óx við að sjá listasafn
hans í Hnitbjörgum og kynnast
nokkuð hans sanngöfuga anda. —
Hann á, að eg hygg, fáa sína líka
meðal núlifandi samlanda sinna,
jafnt að skáldlegum frumleik,
kyngimagni listar og máttugum
kennara og spámanns hæfilegleikum
samfara göfgvi andans, er hann beit-
ir í þágu listarinnar. En hann hefir
farið einförum í túlkun listar sinn-
ar og framan af árum mun hann
lengi hafa verið misskilinn vegna
þess.
Áður en eg tala sérstaklega um
fyrgreindar myndir vil eg kalla
fram nöfnin á sumum stærri mynd-
unum hans, og bið ykkur nú að koma
með mér í anda að Hnitbjörgum og
litast um í örfá augnablik. Manni
verður strax starsýnt á myndina
hans “útlagar”, hún er stórfeld
mynd, sem greypist óafmáanlega í
huga manns; útilegumaðurinn ber
konu sína látna til bygða til greftr-
unar í vígðum reit. Barn þeirra ber
hann einnig sér við brjóst. Von-
leysis og hörkusvipurinn á andltii
útlagans, eggjagrjótið sem hann
gengur á, með byrði sína, hin ægi-
lega fjallasýn að baki, gjörir mynd-
ina örlagaþrungna. Framundan
honum er héraðið þar sem hann er
ófriðhelgur. Þetta er mynd sem
manni verður starsýnt á og gjarnt
um að hugsa, þegar hún er horfin
sjónum. Eg vík þá að annari stór-
feldri mynd, “Minnismerki Snorra
Sturlusonar”, stórfeld mynd, marg-
brotin og kenningarík, sem ekki er
mitt meðfæri að lýsa. “Fornlistin”
er önnur athyglisverð mynd, einkar
fögur og í klassískum stíl. Gyðjan
fagra er táknar fornlistina, heldur
á Medúsa höfði sér við brjóst. —-
Merkingin mun sú að þeir sem of