Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 130
106
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
er léttir stökkva stein af steini. Svo
sameinast þeir og verða að einum
farvegi. Á bökkunum beggja vegna
vaxa blóm, með breytilegri litfegurð.
í fjarlægð til annarar handar getur
að líta borg eina. Fyrir miðju sviði
myndar ofanvert við lækinn eru
hamrahlið, en inni á grasvöllunum
á bak við þau situr æskufólk og
lætur sig dreyma um framtíðina.
Vegurinn upp til fjalla sézt óljós-
lega, en á heiðinni getur að líta
ungann vegfaranda sem stefnir
hærra og hærra og hærra — áleiðis
til f jallanna. Þokuslæðingur virðist
að vera á ofanverðri heiðinni, en í
fjarska sjást hamraborgir líkastar
veglegu musteri með purpuralit, en
heiðblámi lofts og ómælis fjarlægð
að baki. í huga koma orð St. G.
Stephanssonar:
“Langt út í heimi á eg höfuðból
I hyllingum sá e.g það blána.
I allsnægta landinu austan við sól,
I áttina vestur af mána.”
Þessi mynd “Vordraumur” er frjó
til umhugsunar fyrir okkur full-
orðna fólkið. Margt skorti á, í æsku
vorri. Fábreytileg var æskan vor
margra, bæði heima á ættlandinu, en
einnig á landnámstíð Vestur-íslend-
inga. En eðli íslendingsins er oft
dulrænt, djúptækt og draumkent.
Við sem nú erum fullorðin, minn-
umst þess að við lifðum oft í
bernsku, í slíkum draumaheimi og
þeim, sem skáldið hér lýsir. í ein-
angrun og önnum, við smalamensku
eða önnur störf við unglinga hæfi,
heima eða hér vestra, vorum við sæl
og glöð, og gleymdum ýmsu sem að
var, í útþrá og draumum. Ónumdu
löndin í heimi andans voru mörg.
Við þráðum að þreyta göngu á bratt-
ann, inn í blámóðu hins óþekta, inn
á undralönd draumsjónanna, er
lýstu ungum sálum. Okkur, sem nú
erum fullorðna fólkið virðist stutt
síðan að við horfðum á purpuralituð
fjöll í fjarska, og sáum svani síðla á
sumarkvöldum fljúga upp til heiða-
vatnanna, hátt yfir sveitum. Út-
þráin hreyfði sér í ungum huga, en
á vörum voru orð skáldsins:
“Undrandi stari eg ár og síð,
upp yfir fjöllin háu.”
Æskan á ávalt sína drauma. ís-
lenzk æska hefir jafnan verið auðug
af útþrá og draumum. Eitt af starfi
félags vors, er að hlynna að fögrum
æskudraumum og hjálpa til þess að
þeir nái að rætast. Sú er hugljúf
ósk mín að æskan vor hér vestra,
eigi ávalt útþrá og drauma, sam-
fara starfsþrá og framsóknardug.
En við, sem nú eigum æskunni á
bak að sjá, glötum þó ekki hylling-
um og draumsjónum hennar, en eig-
um jafnan mitt í önnum og dægur-
þrasi — draumaheim — “fólginn
friðarblítt, í fylgsnum sálar inni.”
Hér skal þá staðar nema, með
tilfinningu um það, að Einar lista-
maður Jónsson er máttugur læri-
meistari sem flytur og túlkar með
list sinni táknrænan sjálfstæðan
og andlegan boðskap, sem er auðug
gullnáma hverjum hugsandi manni.
Vildi eg óska að tök væru til þess
að gjöralistaverkhans kunnari með-
al Vestur-fslendinga, en enn á sér
stað, helzt að listmyndabækur hans,
ættu hefðarsæti á hverju íslenzku
heimili hér í álfu. Um leið og eg
nú lýk máli rnínu, minni eg á eftir-