Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 131
EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI
107
tektaverð orð Mr. R. Rapecowl, er
ummælin að finna í tímaritinu Re-
view of Reviews, 1915: Einar Jóns-
son er öllu öðru fremur teiknari
hinna andlegu verðmæta og fram-
sóknar, andans, úr viðjum efnis-
heimsins. Leit hans er eftir and-
legum verðmætum fremur en að
sýna jarðneska fegurð. Hann má
með sanni kalla skáldið, sem vefur
vef hugsjónanna í stein og bronze,
eða sjáandann sem opinberar and-
legan sannleika úr goðasögnum og
líkingamáli.
Lokaorð dr. Guðmundar Finn-
bogasonar í skýringum hans á
myndum Einars, er fylgja hinni
fyrri bók listmynda hans, eru á
þessa leið:
“Eg hefi reynt að sýna, að andi
Einars sverji sig í áttina til forn-
skálda vorra, er dróttkvæðin kváðu
og kenningarnar mótuðu, hug-
myndafar hans sé s'vipað þeirra. En
sjálfstæði hans, einræni og land-
námshugur er og sömu ættar. Hon-
um kippir í kynið til forfeðranna
sem vér erum svo hreyknir af, ein-
niitt vegna þess að þeir fóru hver
sinnar leiðar — voru landnámsmenn
og sjálfseignarmenn.”
Um tilgang listar sinnar kemst
Einar sjálfur þannig að orði fyrir
löngu síðan:
“Það er ósk mín að geta flutt
gleði og Ijós til annara með list
minni. Ef það lukkast, þá er ósk
mín uppfylt og takmarki náð, annars
ekki. Það er æðsta mark listarinn-
ar: Græða en ekki meiða, gefa en
ekki taka.” — Að því göfuga hlut-
verki hefir hann staðfastlega unnið,
með list sinni, í full 40 ár.
Hinn þjóðlegi arfur vor íslend-
inga er undursamlega margþættur.
Vart höfum vér enn að fullu áttað
oss á þeirri undra auðlegð í lista-
verkum, sögum söngvum og sér-
kennum, lyndiseinkennum og skap-
gerð. Hlutverk hvers samfundar
vors, sem Þjóðræknisfélag, er að
glöggva skilning vorn á þessum
verðmætum, og selja hann smám-
saman í hendur vorri yngri kynslóð,
svo að hún, eins og vér, geti með
þakklæti og hrifningu sagt:
“Sá er beztur sálargróður
sem að vex í skauti móður.”