Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 135
NOKKUR ORÐ
111
annars vegar. Það er talið að St.
Laurent þorpið sé hundrað ára gam-
alt eða vel það. Á Oak Point var
Hudson’s-flóa félags verzlun, og
einu sinni voru landamæri Mani-
tobafylkis að norðanverður þar, og
beint þaðan austur í Winnipeg-vatn.
Þá leit Manitoba út eins og frímerki
á kortinu. Frá St. Laurent lá vegur,
ef veg skyldi kalla, norður með
vatninu, víst alla leið til Fairford.
Var vegur sá í daglegu máli kallaður
Missions-braut, sjálfsagt af því að
hann lá frá kaþólsku trúboðsstöð-
inni (mission) í St. Laurent. Vegur
þessi var ekkert annað en troðning-
ar eftir uxa- og hestafætur; hann
lá þvert yfir allar keldur, nema þar
sem mátti rekja sig á milli þeirra
eftir bölunum; og keldurnar voru ó-
færar altaf þegar blautt var og þær
voru ekki lagðar hestheldum ís. —
Fyrstu árin eftir að íslendingar fóru
að nema þarna land voru þurkaár og
því sæmilega fært um jörðina hvar
sem var, en síðar komu bleytuár, og
þá dró af gamanið, hvað ferðalög
snerti.
Mönnum brugðust algerlega von-
irnar um járnbrautina. Næstu fim-
tán árin, eða þangað til járnbraut
var lögð til Oak Point, urðu þeir að
sækja allar nauðsynjar sínar til
Stonewall og Winnipeg. Var það
seinlegt og erfitt ferðalag, tók
^arga daga hvora leið. Venjulega
ferðuðust margir saman. Ber flest-
sem tóku þátt í því ferðalagi,
saman um að oft hafi verið glatt á
hjalla og skemtun góð á áningar-
stöðunum á kvöldin. Þessi sama
leið er nú oft farin á tveimur
klukkustundum með bíl, þegar vegir
eru góðir, og með járnbrautarlest á
ekki fullum þremur.
Eg vil nú geta nokkurra þeirra,
sem tóku “lönd” á þessu svæði
fyrstu tvö eða þrjú árin; það er
ómögulegt að geta þeirra allra.
Þeir, sem fyrstir fóru, voru þess-
ir: Árni Frímann, Hinrik Jónsson
(handarvani), ísleifur Guðjónsson
og Jón Sigfússon. Allir þessir menn
ílentust þar, nema Hinrik, sem flutt-
ist burt aftur innan skamms og nam
land í Saskatchewan, sem þá var í
North West Territories. Fyrsta
“landið”, nam Jón Sigfússon, það
var við þjóðveginn, skamt fyrir
sunnan Lundar. Strax sama árið
komu þeir Halldór Halldórsson, Jón
Metúsalemsson og Jón Sigurðsson.
Skúli Sigfússon, sem þá var ungl-
ingur, var í för með Jóni bróður
sínum. Næsta ár á eftir komu Árni
Reykdal, Högni og Eiríkur Guð-
mundssyni, Sigurður Sigurðsson,
Stefán Björnsson, Pétur Runólfs-
son, Árni Jónsson, Eiríkur Magnús-
son og sonur hans Júlíus, Björn
Jónsson, Hallgrímur ólafsson, Berg-
þór Jónsson, Guðmundur Bjarnason,
Jóhann Þorsteinsson, Jón Líndal og
Jósep Líndal. Fleiri komu og þetta
ár, sem staðnæmdust ekki nema
stuttan tíma. Allir þessir mega
teljast með fyrstu landnámsmönn-
um; margir fleiri komu síðar, inn-
flutningur í bygðina hélzt fram yfir
aldamót.
Flestir þessir menn settust að
nær Manitoba-vatni, eða í Álfta-
vatnsbygðinni, eins og hún var
nefnd. Bygðin fékk nafn sitt af
smávatni einu, Swan Lake, sem nú
mun vera horfið eins og svo mörg
önnur smávötn, sem hafa næstum
eða alveg horfið eftir því sem landið