Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 141
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
117
Fjármálaritari: S. D. B Stephans-
son
Vara-fjárm.rit: Stefán Einarsson
Skjalavörður: Sig-urbj. Sigurjóns-
son
Var þá rætt um verkefni félagsins
á komandi ári og “Nefndarálit 30
manna nefndarinnar.” Kom öllum
saman um að útbreiðslustarfið yrði
að sitja fyrir öllu öðru verki. Var
borin upp tillaga þess efnis að full-
trúar, er til fundarins voru kosnir,
sem og aðrir gestir, er þingið hefðu
setið, og kost vildi gefa á því, skyldu
skoðaðir sem hinir fyrstu félags-
menn undir lögunum. Var tillagan
samþykt í einu hljóði. Þá var talað
um útgáfu tímarits, fyrirlestra ferð-
ir, stofnun deilda, o. fl., en samþykt
að fela hinni nýkjörnu stjórnar-
nefnd framkvæmdir allra þeirra
mála. Ennfremur var samþykt að
veita félaginu “Jón Sigurðsson, I.O.
D.E.” alla aðstoð við að koma út
“Minningarriti íslenzkra hermanna”
er það hafði með höndum.
Var svo þingi slitið kl. 7 e. h.
Fyrstu verk nefndarinnar voru að
koma á stofnun deilda og leita sam-
þykkis fulltrúanna, er þingið höfðu
’setið um að breyta nafni félagsins.
Fyrsta deildin var stofnuð í Winni-
peg, deildin “Frón”, 2. maí 1919 og
skrifuðu sig inn 120 manns; þá næst
var stofnuð deildin “Fjallkonan” í
Wynyard, deildin “ísland” við
Brown og svo hver af annari.
Þó nafnið “íslendingafélag” væri
sanaþykt á stofnfundinum fundu
allir til þess, að það var óþjált og gaf
hvorki til kynna tilgang né stefnu
félagsins. Var forseta því falið að
skrifa öllum fulltrúunum og leita
samþykkis þeirra með að breyta
nafninu (sbr. fundarbók, 2. apr.
1919). Stungið var upp á að félagið
héti “Þjóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi”. Tveim vikum síðar
(16. apríl) hafði forseti fengið sv<»r
frá 32 fulltrúum, voru 30 með nafn-
breytingunni en 2 á móti. Var þá
ákveðið af félagsstjórninni að
breyta nafninu, (sbr. fundarbók, 26.
apr. og 16. maí 1919). Ennfremur
var þá ákveðið að láta prenta lögin
með áorðinni breytingu og útbýta
þeim meðal félagsmanna og annara
er vinna voru að útbreiðslu félags-
ins.
ST JÓRN ARSKRÁ
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi.
I. KAFLI.
Nafn og tilgangur.
1. gr. Nafn félags þessa er:
Þjóðræknisfélag fslendinga í Vest-
urheimi.
2. gr. Það er tilgangur félags
þessa:
(a) Að stuðla að því af
fremsta megni, að fslendingar
megi verða sem beztir borgarar í
hérlendu þjóðlífi.
(b) Að styðja og styrkja ís-
lenzka bókvísi í Vesturheimi, bæði
með bókum og öðru eftir því sem
efni þess framast leyfa.
(c) Að efla samúð og sam-
vinnu milli íslendinga vestan hafs
og austan og kynna hérlendri
þjóð hin beztu sérkenni þeirra.
II. KAFLI.
Stöðvar og stjórn félagsins.
1. gr. Félag þetta á samkomu-
stað og lögheimili í Winnipeg í
Manitoba-fylki í Canada.