Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 143
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
119
sölu-umboð á ritum og útgefnum
bókum félagsins og annast um að
,þau sé höfð á boðstólum á sem flest-
um stöðum meðal íslendinga hér og
annarsstaðar; hann skal senda
reikning yfir rita og bókasöluna, inn-
heimtar og óinnheimtar skuldir og
aðrar tekjur og skal sá reikningur
fylgja reikningi féhirðis. Á árs-
fundi skal hann leggja fram skrá
yfir bækur félagsins, seldar og ó-
seldar.
11. gr. Kjósa skal tvo menn á
ársfundi félagsins, til að yfirfara
reikninga fjármálaritara, féhirðis
og skjalavarðar. Þeir skulu hafa
lokið starfa sínum svo snemma, að
reikningar sé að öllu bunir undir úr-
skurð félagsins á ársfundi. Verði
ágreiningur um reikning sker fé-
lagið úr með atkvæðafjölda og skulu
heir, forseti og skrifari, síðan gefa
kvittunarbréf, fyrir reikningunum.
12. gr. Embættismenn og vara-
embættismenn skulu hafa starf sitt
á hendi árlangt og eigi lengur, nema
Þeir hljóti endurkosningu félags-
manna.
III. KAFLI.
Um lögun félagsins
1. gr. Félagsmenn eru: Heiðurs-
félagar, félagar og auka-félagar, en
Þó hafa félagar einir atkvæðisorð á
fundum.
2. gr. Heiðursfélaga skal kjósa
eftir verðleikum; sé þeir réttir fé-
^agar, eiga þeir atkvæðisrétt. Heið-
u^sfélagar borga eigi tillag framar
en sjálfir vilja.
2- gr. Aukafélagar eru þeir, sem
hvorki tala né rita íslenzka tungu,
en annaðhvort eru tengdir fslend-
ingum eða eru af íslenzkum ættum
komnir. Sækja mega þeir um upp-
töku í félagið og skyldir að greiða
sama árstillag sem réttir félagar.
4. gr. Félagar geta þeir einir
gjörst, sem tala, rita eða lesa ís-
lenzka tungu og orðnir eru fullra
18 ára eða eldri. Þeir skulu greiða
$2.00 í félagssjóð á ári hverju og
hafa atkvæðisorð á félagsfundum.
Senda skulu þeir til forseta félags-
ins, skrifaða beiðni um upptöku í
félagið, ásamt árstillagi sínu og
hljóti umsókn þeirra meðmæli
þriggja manna í félagsstjórninni,
skulu þeir færðir á nafnaskrá fé-
lagsmanna og hafa þá öðlast full fé-
lagsréttindi.
Nú óskar skyldulið félagsmanna,
eða önnur ungmenni eftir upptöku í
félagið; sé þau yngri en 18 ára að
aldri, en fái að öðru leyti fullnægt
hinum ákveðnu inntöku skilyrðum,
skal heimilt að veita þeim upptöku
í félagið gegn 25c árstilagi; þó skal
börnum yngri en 10 ára að aldri veitt
upptaka í félagið gegn lOc árstillagi.
5. gr. Heimafélag skal stofna,
þar sem því verður við komið og tíu
eða fleiri félagsmenn eru og óska
eftir að hafa samband sín á meðal,
til þess að vinna að tilgangi félags-
ins. Eigi mega þó lög eða reglu-
gjörðir þessa heimafélags koma í
bága við grundvallarlög þessi. Við
stofnun heimafélags, skal þó eigi
réttur, og eigi heldur skyldur fé-
lagsmanna breytast á nokkurn hátt
í félaginu.
Nú sækir einhver um upptöku í
heimafélag, er eigi er félagsmaður;
skal þá stjórn heimafélagsins vera
heimilt að veita honum upptöku, en
tilkynni það jafnskjótt forseta fé-