Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 145
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
121
á undirbúningi stóð. “Smekkurinn
sem kemst í ker, keiminn lengi á
eftir ber.” Áhrifin sem hervinslan
hafði haft á skoðanir manna voru
ekki strax afrokin. Meðal andmæl-
enda ritaði einn vestan af Kyrra-
hafsströnd á þessa leið:
“f Bandaríkjunum er nú litið tor-
tryggnis augum á allan slíkan fé-
lagsskap. Það hefir komið til orða
að banna með lögum allann slíkan
flokkadrátt, afnema útlend tungu-
mál í alþýðuskólum og messuhöld
og aðrar samkomur skuli fara fram
á hérlendu máli eingöngu.
“Með þetta og fleira fyrir augum
fæ eg ekki séð, hvað knýr svo marga
góða landa til að krefjast fram-
kvæmda í þessu máli, einmitt þegar
verst gegnir.” (Hkr. 26. marz 1919)
En raddirnar urðu fleiri með, en
móti, og þeirra manna er ítök áttu í
hugum almennings, og má þar til
nefna: St. G. Stephansson, Jón frá
Sleðbrjót, Þorskabít, Óla Pétursson,
Jónas J. Hunfjörð, Magnús frá
E.ialli, ritstjóra þriggja íslenzku
blaðanna, 30 manna nefndina og fl.
Einna drjúgust liðveizla barst þó
hinu nýstofnaða félagi að heiman
fyrir forgöngu ýmsra mætra manna
í Reykjavík, er flestir höfðu annað-
hvort komið vestur eða þektu þar til.
Þegar fréttirnar bárust um undir-
búning með að stofna allsherjar
þjóðræknisfélag vestan hafsins, þá
Sengust nokkrir menn fyrir því að
koma á fót samskonar félagi í
Reykjavík. Helztir meðal þeirra
^ounu hafa verið, Einar H. Kvaran,
Sigurbj. Á. Gíslason, Guðm. Finn-
bogason, Þorst. Gíslason, Tryggvi
^órhallsson, Sveinn Björnsson,
Benedikt Sveinsson, Jón biskup
Helgason og fleiri. Boðuðu þeir til
fundar í Templarahúsinu 7. apríl;
var fundarstjóri kosin séra Kristinn
Daníelsson, skrifari Guðm. Finn-
bogason. Eftir langar umræður er
tillaga borin upp og samþykt, um
“að stofna félag til að efla samhug
og samvinnu meðal íslendinga vest-
anhafs og austan.” Var nefnd
manna kosin til að semja frumvarp
til laga, (Lögin birt í Hkr. 18. júní
1919), og boða til stofnfundar. Frá
þessu öllu segir skýrt í “Lögréttu”
16. apríl. — Allir töluðu ræðumenn
af mikilli samúð með hinni nýju
þjóðræknishreyfingu vestan hafsins,
þó fáir mæltu af jafnmiklum skiln-
ingi sem Einar H. Kvaran, eins og
búast mátti við og þessi orð hans
benda til:
“Þegar á herðir tekur okkur sárt
hverjum til annars, og viljum hver
annars sæmd og gagn. Eins er um
Vestur-íslendinga.-------Það sýn-
ir meðal annars, hið nýstofnaða
Þjóðræknisfélag þeirra. Stofnun
þess er afar merkilegur viðburður.
Mennirnir hafa ekki fyrir neinum
eigin hagsmunum að gangast. Um
ekkert er að tefla fyrir þeim nema
hugsjónina eina. Og leiðtogarnir
eru menn úr öllum flokkum, póli-
tískum og kirkjulegum. Þetta eru
menn sem virðist greina á um alt
milli himins og jarðar — nema það
að sýna ræktarsemi til fslands. Væri
það ekki illa farið, ef svo gæti virzt,
sem okkur þætti það einskis vert?”
(“Lögrétta” 16. apr. 1919).
Frá fyrirætlan félagsins var
stjórn Þjóði’æknisfélagsins skýrt