Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 148
124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Var viðleitni þessari vel tekið. Strax
í byrjun lagði félagið mikið fé til
þessa verks, sem sjá má af því, að
árið 1922 eru $555. greiddir í kenn-
aralaun, 1923 $535.00, 1924 $610,
o. s. frv. Alt í alt með þeim styrkj-
um sem veittir hafa verið til sams-
konar kenslu út um sveitir, er fé-
lagið búið að verja rúmum $6,000.00
til þessa máls og eru þá ótaldar þær
gjafir, sem skólahaldinu hafa verið
veittar, svo sem húsaleiga, ókeypis
kensla o. fl., er nemur að sjálfsögðu
annari eins upphæð. Síðari ár hefir
það gefið út skólablað, fyrir börn og
hefir verk alt að frátekinni prentun
verið gefið.
Þá hefir félagið lagt rækt við
samvinnumálið. Hefir það stundum
verið aðal viðfangsefnið, árum sam-
an, eins og til dæmis skipulagning
Heimfararinnar til Alþingishátíðar-
innar 1930. Var það mál tekið á
dagskrá 1927 fyrir beiðni hátíða-
nefndarinnar á íslandi, og að því
starfað í 3 ár. Árangurinn varð sá,
að 356 manns fóru samskipa til fs-
lands. Stjórninni íslenzku var af-
hentur húsbúnaður upp á $4,475.40,
er skift var upp á milli ungmenn-
skóla landsins, og sjóðsafgangur
$3,242.39 var gefinn Háskóla fslands
er nemur nú rúmum kr. 20,000. Þá
heyrði undir þenna starfslið stofnun
Canada námssjóðsins; $25,000 veit-
ing úr ríkissjóði, er gjörð var fyrir
málsflutning Þjóðræknisfélagsins og
félagsstjórninni var tilkynt 22. febr.
1933 — með símskeyti frá Ottawa.
Inn á við hefir samvinnan jafnan
verið góð og farið vaxandi með ári
hverju. Strax á fyrstu árunuin
voru deildir stofnaðar, er með hönd-
um höfðu ýms þjóðleg fyrirtæki svo
sem fslendingadagshald, miðsvetr-
armót, sjónleikjasýningar, fyrir-
lestrahöld um íslenzk efni, móttökur
við gesti, er frá íslandi komu og
ferðuðust um landið, á vegum fé-
lagsins. Má þar til nefna þessa:
séra Kjartan Helgason, Próf. Svb.
Sveinbjörsson, Próf. Á. H. Bjarna-
son, Einar H. Kvaran, St. G. Steph-
ansson, Próf. Árna Pálsson. Próf.
Sigurð Nordal, fröken Halldóru
Bjarnadóttur, og nú síðast, Jónas
alþingim. Jónsson. Milli $9—$10,-
000 hefir verið safnað, í gjöfum og
inngangseyri, til þess að greiða
ferðakostnað og önnur útgjöld þess-
ara góðu gesta. f rithöfundasjóð
hefir verið safnað töluverðu fé til
styrktar og viðurkenningar íslenzk-
um skáldum og rithöfundum vestan
hafs. Þá hefir félagið tekið sinn
fulla þátt í opinberum hátíðahöldum
og lagt fram fé úr sjóði, til þess að
þátttaka íslendinga, í þessum efnum>
gæti orðið þeim sem virðulegust.
Má þar tii nefna fimtugs afmseli
Winnipeg-borgar, sextugs afmæli
hins canadiska ríkis, fimtugs af-
mæli Nýja-íslands, sextugs afmæli
Þjóðminningar hátíðarinnar í Mil-
waukee o. fl. í ýms þjóðleg fyrir-
tæki hefir félagið lagt fé og vinnu,
í landnema minnisvarðan á Gimh
og minnisvarða skáldsins St. G.
Stephanssonar, (þó framkvæmdir og
verk alt við síðari minnisvarðann
væri unnið af einum félagsmanni,
hr. Ófeigi Sigurðssyni við Red
Deer). Félagið hefir stutt að ís'
lenzkri söngkenslu, unglinga og
barna, bæði utan og innan Winm-
peg, sent tvívegis fulltrúa á alls-
herjar Þjóðræknisþing Norðmanna i
Canada, (Camrose, Alta., 1924, séra