Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 149
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
125
Jónas A. Sigurðsson; Swift Current,
1937, Thorv. Pétursson); haldið uppi
í tvö sumur leikfimiskenslu og kost-
ar kennara til þess; styrkt íslenzk-
ar sérsýningar, er haldnar hafa ver-
ið á þjóðernamótum í stórbæjunum
New York (1921) og Ohicago
(1926). Um nokkurra ára skeið var
starfandi kvennanefnd innan félags-
ins, er vann að því að koma fátæk-
um bæjarbörnum í sumardvalir á
góðum ísl. heimilum >út um land. Var
verk þetta töluvert umfangsmikið
en vinsælt og hefði því verið haldið
áfram, nema vegna þess að “Sam-
band íslenzkra kvenfélaga” kom þá
upp “sumarheimili” fyrir börn, er
létti þessum starfa af félaginu. —
Verðlaun hefir félagið veitt fyrir
vísindalegar ritgerðir um íslenzk
efni, og styrkt íþróttalíf yngri ís-
iendinga með fjárveitingum til
‘Hockey”-félaga þeirra og verðlauna
bikar sem þau keppa nú um árlega
(drykkj arhorn Alþingishátíðarinn-
ar 1930).
Ef til vill má þó segja að mesta
verkið hafi gengið í það að svara
allskonar fyrirspurnum um íslenzk-
av bækur, söguheimildir, siðu og
háttu þjóðarinnar. Hefir forstöðu-
uefnd félagsins verið einskonar upp-
lýsinga iskrifstofa um þessi efni.
■Petta hefir krafist töluverðrar
Vlunu, sem fer sí-vaxandi með ári
hverju, og er það vottur þess að ís-
euzkum málum er meiri gaumur
gefinn en áður var. Til kynningar
lslenzkri þjóð út á við lagði félagið
^ >016.28 til prentunar íslandssögu
(History of Iceland) er samin var og
&efin út á ensku af Próf. Knut
Jerset í Decorah, Iowa, 1924.
Loks er að geta þess sem félagið
hefir nú með höndum í samvinnu við
“Sýningarráð íslands í Heimssýn-
ingunni í New York 1939,” en það
er að safna $2,500 til þess að láta
gjöra afsteypu af eirlíkani Leifs
Eiríkssonar er Bandaríkjaþjóðin
gaf íslendingum 1930. Verður af-
steypa þessi gefin í vináttu og virð-
ingarskyni Bandaríkjaþjóðinni að
lokinni sýningunni. Er það löngun ís-
lendinga hér í álfu, að mynd þessari
verði komið fyrir á þeim stað í höf-
uðborglandsins.þar sem áletranin, er
Congress Bandaríkjanna lét greipa
á fótstall myndarinnar blasi við
augum alinna og óborinna um kom-
andi tíma: “Leifr Eiricsson, a son
of Iceland, discoverer of Vinland in
1000 & c.” Er nú rúmur mánuður
síðan farið var á stað með fjársöfn-
un þessa og eru fengnir þrír fimtu
hlutar upphæðarinnar og því allar
líkur til að hitt hafist saman.
Margt fleira en hér er vikið að,
hefir félaginu verið fengið að starfa
en fátt vakið jafn almenna eftirtekt
sem hið svonefnda Ingólfsmál. ís-
lenzkur mannvesalingur, er Ingólfur
heitir Ingólfsson var sakaður um
morð. Fór réttarhald fram með
skjótum hætti svo að á almanna til-
finningu hvíldi, að hann hefði ekki
notið sæmilegrar varnar í málinu.
Hann var dæmdur til dauða og átti
að framfylgja dóminum innan
skamms tíma. Aldrei hafði neitt
slíkt hent fslending áður, og varð
mönnum því þetta leiðara umhugs-
unarefni sem þeir virtu það meira
fyrir sér. Loks kvaddi stjórnar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins til al-
menns borgarafundar í Winnipeg
19. des. 1924, til að íhuga málið og
hvert komið skyldi til varnar sak-