Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 150
126
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
borningi ef ske mætti að líflátsdóm-
inum yrði breytt. Var fundur þessi
fjölmennur. Var málið mikið rætt
og að síðustu Þjóðræknisfélaginu
falin ÖU forusta. Vistaði félags-
stjórnin þegar Hjálmar A. Berg-
man málafærslumann, til þess að
taka að sér málaleitan við ríkis-
stjórnina um að breyta dóminum,
og efndi samstundis til almennra
samskota. Varð almenningur vel
við áskorun nefndarinnar. Hafðist
saman á skömmum tíma $4,111.50.
Dóminum var breytt, í lífstíðar
fangelsi. Frekari linun fékkst ekki,
og var því látið við það sitja. Mála-
kostnaður nam $3,228.83.
Að máli þessu var hent góðlátt
gaman; fslendingar færu berserks-
gang ef leiða ætti einhvern þeirra í
gálgann; þá ósvinnu hefði þá aldrei
hent! Málið varð þeim til sæmdar,
það sýndi sig að þeir gætu fylgst að
einir og óskiftir, þegar þörf væri
á, þó þá greindi á um margt, og
var það samborgurum þeirra “holl
og heilnæm kenning.”
Ýmislegt fleira, en nú er talið,
hefir félagið framkvæmt, er eigi
verður greint frá að þessu sinni.
Tímariti hefir það, haldið úti í þessi
20 ár, og vakið ungmenna hreyfingu
sem verður félagsmálunum mikill
styrkur er fram líða stundir.---
Þetta “er þá orðið okkar starf,” í
20 sumur. En einhver vill svo máske
spyrja: “Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?” Fullnað-
ar úrskurður á því fæst ekki, fyr
en með dómi sögunnar, er kveðinn
verður upp á sínum tíma, en á með-
an, má benda á þetta: Félagið hefir
innbyrðis og út á við vakið traust a
íslenzku þjóðerni; landráðakæran i
garð frj.'^srar og drengilegrar ís-
lenzkrar lífskoðunar hefir horfið-
Sjálfur ríkissstjóri Canada hefir
vinsamlegast gefið kost á því að
vera kjörinn konunglegur heiðurs-
verndari félagsins. Út frá þessu
sjónarmiði svörum vér því spurning-
unni hiklaust játandi.
Tvssr VÍSIS®5
Eftir Jónatan Þorsteinsson
Við H. D., þingmann Mýramanna
Pólitík þín er glamrandi grey
Og gjörn á að tvástra og elta,
Blessaður hleyptu’ henni heimanað ei
Á hlaðinu láttu ’ana gelta.
úr bæjarrímu
Varmalækur frjófgað f*r
Féð, hjá Jakob kænum.
Auðurinn vex, en grasið grær,
f götunni heim að bænum.