Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 161
NÍTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
137
öllu þessu burtfarna samferðafólki þakk-
ar "Iðunn” af heilum hug, góða samvinnu
og alúð alla.
Þá misti deildin einn af sínum beztu
mönnum, þar sem Jón Janusson var. Við
fráfall hans mætti segja, að—
"Það brast um bygðina alla
í brosin okkar flótti.”
Kallið kom nokkuð óvænt, Jón hafði verið
samferðamður okkar hér í austurenda
bygðarinnar yfir 30 ár, og þótt hann ætti
ekki neinum sérstökum vinsældum að
fagna, var hann maður mikils metinn.
Duldist það engum sem áttu kost á að
kynnast honum, að þar var meiri en miðl-
ungsmaður á ferð. I raun réttri var hann
sannur Islendingur, “Þéttur á Velli og
aéttur í lund”, var fastur í skoðunum, unni
íslenzkum fræðum og íslenzkum háttum.
Hann var meðlimur deildarinnar nokkur
undanfarin ár, og ötull starfsmaður henn-
ar, hafði nokkurn hluta bókasafnsins
með höndum til útlána í Foam Lake bæ
og grendinni, sá um innheimtu iðgjalda,
o fl Leysti hann þau störf af hendi með
hinni mestu reglusemi. Deildin vottar
ekkju hans og aðstandendum innilega
samhygð.
Þá er að minnast athafna deildarinnar.
Meðlimir hennar eru nú sem stendur 42.
Það má heita allgott eftir því sem á-
stæður eru nú. Sex starfsfundir hafa
verið hafðir á árinu. Þeir hafa verið all-
vel sóttir þegar tekið er tillit til þess að
margt af félagsfólki býr of fjarri til þess
uð geta sótt fundi hingað til Leslie. Áhugi
nokkur virðist þó koma fram á fundum,
með það, að halda í horfi þó móti blási, og
hafast eitthvað að, með þeirri von að góð-
úr vilji reynist sigursæll.
Tvær skemtisamkomur hafa verið
haldnar þetta ár, önnur í júlí í sumar,
hin i október. Þær voru báðar vel sóttar.
Við Leslie-búar eigum því láni að fagna,
að mega kalla séra Jakob Jónsson frá
Wynyard, til að skemta á okkar samkom-
um, bæði með upplestri, og með þvi að
ftytja erindi sem oftast eru bæði fræðandi
skemtandi, erum við honum sérlega
Þakklát fyrir það hvað hann hefir reynst
°kkur hjálplegur í hvívetna.
Einnig sýndi séra K. K. ólafsson okkur
þá góðvild (og hefir oftar gert) að vera á
prógrami á samkomu þeirri sem haldin
var í haust. Og á sömu samkomu flutti
Dr. J. A. Bíldfell frá Wynyard ágætan
fyrirlestur um Baffin Island og sýndi
myndir. Þótti það góð skemtan og ný-
stárleg. Deildin þakkar þessum mönnum
innilega, ágæta skemtun.
Bókasafnið er eins og áður, lánað út
frá fjórum stöðum. Aðalabókavörður er
Th. Guðmundsson, Leslie; útistöðvar eru
Foam Lake, Kristnes, Hólar og Elfros.
Býsna mikið er lesið af bókum þenna
vetur, svo sem að undanfömu, og alla
fýsir að fá nýjar bækur; það hefir því
verið keypt talsvert af bókum þetta ár,
þó ekki fáist hér sumar þær bækur sem
eftirsóknarverðar eru og mestur fengur í.
Þykir mörgum fremur léttvægt innihald
þeirra bóka sem hingað berast vestur um
haf. Er þó að líkindum kostur góðra
bóka heima á Fróni.
Að endingu sendir þjóðræknisdeildin
"Iðunn” þjóðræknisþinginu hugheila
kveðju, óskandi þess að starfsemi þingsins
megi nú og í allri framtíð, miða til bless-
unarrikra framkvæmda og samvinnu,
meðal Vestur-Islendinga — og að íslend-
ingar megi fyrir áhrif þjóðræknisfélagsins
og þess beztu manna, stiga þau auðnu-
spor til framsóknar hér í Vesturheimi.
sem aðrar þjóðir gjama vildu stigið hafa.
Með kærri kveðju og vinsemd.
Leslie, Sask., 15. feb. 1938.
Anna Sigbjörnsson, ritari
Var skýrsla þessi viðtekin samkv. til-
lögu frá Dr. R. Beok, og ritara.
Lagði þá kjörbréfanefnd fram álit sitt
er fylgir:
Skýrsla kjörbréfanefndar
Kjörbréfanefnd vill fyrst benda á að all-
ir góðir og gildir félagar i deildinni “Frón”
hafa full þingréttindi; einnig góðir og
gildir félagar í aðalfélaginu. Fulltrúar,
með formleg umboð, eru staddir á þing-
inu frá eftirfarandi deildum: Frá deild-
inni “Brúin” i Selkirk, Mrs. Asta Erick-
son, með 18 atkvæði, og Bjarni Dalman,
með 19 atkvæði; frá deildinni “Fjallkon-