Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 162
138
TÍMAHIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
an” í Wynyard, Ami Sigurðsson með 18
atkvæði og séra Jakob Jónsson með 20
atkvæði; frá hinni nýstofnuðu deild að
Mountain og Garðar, N. Dak., Kristján
Indriðason með 13 atkvæði og Þorlákur
Þorfinnsson með 10 atkvæði; frá deildinni
“Island”, Brown, Man., Thorst. J. Gíslason
með 14 atkvæði; auk þess eru þrir góðir
og gildir félagar deildarinnar “Island”
staddir hér á þinginu og fara sjálfir með
atkvæði sín.
A þjóðræknisþingi í Winnipeg 22. febr.
1938.
J. J. Bíldfell
Thorst. J. Gislason
Richard Beck
Guðmann Devy gerði tillögu og J. Hún-
fjörð studdi að álitið sé viðtekið eins og
lesið. Samþ.
Dagskrárnefnd
J. J. Bíldfell gerði tillögu og A. P. Jó-
hannsson studdi, að forseti skipi 3 menn
í dagskrámefnd. Samþ. Skipaði forseti
í nefndina: B. E. Johnson, A. P. Jóhanns-
son og Dr. R. Beck.
Var þá eftirfarandi skýrsla frá deildinni
“Island” að Brown, Man., lesin af Thor-
steini Gíslasyni:
Skýrsla deildarinnar “ísland”
fyrir árið 1937
Deildin hafði 6 fundi á liðnu ári; fundir
þessir voru mjög vel sóttir og eins aðlað-
andi eins og hægt er að búast við í svo
fámennri bygð. Mjög oft kom unga fólk-
ið fram á þessum fundum til að skemta.
Vara-forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr.
Beck, ásamt hr. F. Stephensson, hr. E. P.
Jónsson og hr. Jóhanni Beck, iheimsóttu
okkur á s. 1. sumri og voru á fundi deild-
arinnar. Dr. Beck hélt þar snjalla og
hrífandi ræðu um islenzkt mál og menn-
ing. Einnig tóku til máls Mr. E. P. Jóns-
son og Mr. J. Beck og töluðu báðir vin-
samlega og vel.
Deildin stuðlaði að þvi að saga bygðir-
innar yrði skráð. Þann starfa tók að sér
Mr. Jóhannes H. Húnfjörð. Fyrsti þátt-
ur þessarar bygðarsögu kom í Almanaki
ólafs Thorgeirssonar 1937 og annar þátt-
urinn nú í ár 1938.
Sunnudagaskóli bygðarinnar hefir ætið
farið fram á íslenzku og stuðlað að við-
haldi málsins okkar.
Sjóð á deildin mjög lítinn, og ekki
heldur er hún skuldug.
Embættismenn deildarinnar fyrir þetta
ár (1938) eru þessir: Jón S. Gillis, forseti;
Jón B. Jónsson, ritari; Jónatan Thomas
son, fjármálaritari; Thorst. J. Gíslason,
féhirðir.
22. febrúar 1938.
Thorsteinn J. Gíslason
Dr. R. Beck gerði tillögu og B. E. John-
son studdi að skýrslan sé viðtekin. Samþ.
Ritari las þá skýrslu frá deildinn “Snæ-
fell” í Churchbridge, sem fylgir:
Hagskýrsla deildarinnar “Snæfell”
Starfsemi deildarinnar hefir hvorki ver-
ið margbrotin né róttæk þetta síðastliðna
ár. Fámenni og áhugaleysi veldur því, að
alt verður að vera i fremur smáum stíl,
hér hjá oss. Þó höfum við reynt að halda
í horfinu, og ekki lagt árar í bát.
Starsfundir hafa verið haldnir þrír á
árinu, og tvær gkemtisamkomur. Var
hin síðari í sambandi við komu frk. Hall-
dóru Bjarnadóttur hingað. Deildin lagði
drög fyrir það að fá hana til að koma
með muni þá er hún hefir haft til sýnis,
hér vestra, og sýna þá hér. Var vist ein-
róma álit þeirra er sáu, að sýningin væri
fjölbreytt og munirnir smekklegir, og
prýðisvel unnir. Og virtist sýningin
fyllilega benda til, að heimilisiðnaður sé
ekki aldauður á ættlandi voru.
A síðastliðnu ári lézt einn af stofnend-
um, og helztu styrktarmönnum þessa fé-
lagsskapar, Magnús Hinriksson. Minnir
æfisaga Magnúsar sál. á æfintýrin fornu,
um karlssoninn úr kotinu sem aflaði sér
fjár og frama í konungsgarði, og flestir
sveitungar Magnúsar hygg eg að mundu
vilja Itaka undir það sem séra Jakob Jóns-
son sagði í líkræðu eftir hann, að með
honum sé í val hniginn íslenzkur höfð-
ingi, í þess orðs beztu merkingu.
Vottar deildin hér með ekkju hans og