Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 169
NÍTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
145
slíkum leiksýningiam ,íhvar sem því verður
við komið.
5. Nefndin telur miður fara að upp-
lestrar samkepni á íslenzku meðal æsku-
lýðsins, sem allmikil rækt var lögð við
um tima, hefir stórum fallið niður. —
Leggur nefndin til, að stjórnarnefnd sé
falið að stuðla að því að sú starfsemi sé
endurvakin sem víðast.
6. Þ'ingið telur æskilegt að meiri rækt
væri lögð við, að leita liðsinnis hjá ungu
vestur-íslenzku mentafólki að því marki,
að fræða, með greinum á ensku í blöðum
og tímaritum um Islandi og Islendinga, og
um frásagnarverða atburði meðal þeirra
beggja megin hafsins.
7. Þingið tjáir þakkir sínar kennurum
og öðrum, sem unnið hafa að íslenzku-
kenslu í Winnipeg og annarsstaðar af alúð
og fórnfýsi; ritstjóra, ráðsmanni og
stuðningsmönnum unglingablaðsins "Bald-
ursbrár”, og síðast en ekki sízt hr. Rag-
uar H. Ragnar fyrir hans ágæta starf í
Þágu sönglistarinnar meðal æskulýðs
vors.
Á þjóðræknisþingi 23. febr. 1938.
Richard Beck
Thorst. J. Gíslason
J. J. Bíldfell
Tillaga A. P. Jóhannsson og R. Beck
kð álitið sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþ.
Fyrsti liður samþ. óbreyttur. Um annan
kð urðu nokkrar umræður en svo samþ.
óbreyttur. Þá voru einnig þriðji, fjórði,
fúuti, sjötti og isjöundi liðir samþ. óbreytt-
lr- Árni Eggertsson gerði tiilögu og J. J.
^ildfell studdi að nefndarálitið sé samþ.
1 keild eins og lesið. Samþ.
Skýrsla fjármálanefndar.
®'járanálanefndin hefir nú yfirfarið og
athugað skýrslur féhirðis, fjármálaritara
skjalavarðar og finnur þær réttar vera
1 aðal atriðum.
Þó finst okkur rétt að benda á að inn-
aktareikningur Baldursbrár að upphæð
39.09, þurfi að vera sundurliðaður þann-
að frá féhirði félagsins eru borgaðir
05.00. En $34.09 eru partur af ágóða
barnasamkomu laugardagsskólans á
lihu. Misprentast hefir í skýrslu féhirðis,
að fyrstu þrír inntektaliðir skýrslunnar
eiga vera frá 15. febr. 1937, með þessum
breytingum sem bent hefir verið á, leggur
nefndin til að skýrslur embættismanna
séu viðteknar og bókfærðar eins og þær
hafa verið iesnar og lagðar fram.
Á þjóðræknisþingi 23. febr. 1938.
Á. P. Jóhannsson
Th. Thorfinnsson
B. Dalman
B. Sveinsson
Guðmann Levy
B. E. Johnson og Th. Gislason að álitið
sé samþykt eins og lesið. Samþ.
Skýrsla íþróttanefndar var þá lesin af
B. E. Olson sem fylgir:
Skýrsla Hockey-nefndar
Á síðasta þingi Þjóðræknisfélagsins voru
þrír menn útnefndir í þessa nefnd, þeir:
Th. S. Thorsteinsson frá Selkirk, Grettir
Jóhannsson og B. E. Olson frá Winnipeg.
Nefnd þessi varð strax vör við að
talsverð óánægja átti sér stað um fyrir-
komulag og reglur viðvíkjandi samkepn-
inni. Að kippa þessu í rétt horf tók tals-
verða fyrirhöfn, svo sem bréfa skriftir
og samitöl milli nefndarinnar og um-
boðsmanna keppinautanna I hinum ýmsu
bygðum.
En þrátt fyrir þessa erfiðleika var
strax í fyrra vetur komist að niðurstöðu
um lög og reglur, er rejma skyldi það
árið, en sem síðar skyldu ræddar og
samþyktar ef vel reyndust og ákjósanleg-
ar sýndust.
Síðasta ár tóku þátt I samkepninni
þessir bæir: Árborg, Gimli, Selkirk og
Winnipeg, og voru leikirnir háðir í Selkirk
19. marz 1937 og bar Winnipeg hæzta hlut.
Var okkur sagt að alt hefði tekist vel jg
að allir hlutaðeigendur væri ánægðir. —
Peningalega bar samkepnin sig vel, og
fylgir sundurliðaður reikningur hér með:
1937—Rec’d from Dr. A. Blondal $14.50
Expenses. First game 1937:
Advertising .............$2.00
Telephone calls.......... 3.30
Referees, 3 games at
$1.00 each ........... 3.00
Postage ....................75