Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 174
150
TÍMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Guðm. Ámason
S. J. Jóhannesson
Ámi Egg-ertsson og J. Húnfjörð að álit-
ið sé viðtekið eins og lesið. Samþ.
Samkvæmt álitinu voru þá eftirfylgj-
andi menn kosnir í nefndina: Dr. Rögn-
valdur Pétursson, Dr. R. Beck, Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson, J. J. Bíldfell og séra
Guðm. Árnason.
Pjármálanefnd lagði þá fram álit sitt
um 4. lið bókasafns nefndarálitsins.
Th. J. Gíslason og Ari Magnusson að á-
litið sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþ.
Árni Eggertsson og J. J. Bíldfell gerðu
breyting við fyrsta lið; að ef rit á fslandi
ekki seljast svo inn komi $50.00 til bóka-
kaupa, þá leggi Þjóðrækinsfélagið fram
það sem til vantar að tillag til bókasafns-
ins nemi $50.00. Til máls tóku: Árni Eg-
gertsson, Th. Thonfinnsson, Dr. Rögnv.
Pétursson, Haraldur ólafsson, J. J. Bíld-
fell, Hjálmar Gíslason, séra Guðm. Árna-
son, Á. P. Jóhannsson, B. E. Johnson,
R. H. Ragnar og séra Jakob Jónsson. Var
breytingar tillagan feld.
Dr. Rögnv. Pétursson gerði þá tillögu
og S. Melsted studdi að álitinu sé vísað
aftur til nefndarinnar til frekari athugun-
ar. Samþ.
Undir nýjum málum flutti séra Guðm.
Ámason kveðju frá gömlum félaga er eigi
gat sótt þing, Andrési J. Skagfeld við
Oak Point. Dr. R. Beck gerði tillögu og
séra Sigurður ölafson studdi að ritara
sé falið að senda kveðju þingsins til
Andrésar J. Skagfelds, til Mrs. G. J. Good-
mundson, er liggur veik á sjúkrahúsi bæj-
arins og til Gisla Jónssonar, sem einnig
er á sjúkrahúsi í bænum. Samþ.
Tillögu gerði þá séra Jakob Jónsson og
A. P. Jóhannsson, að forsætisráðherra
fslands sá sent svarskeýti við kveðju
hans til þingsins. Samþ.
Var nú komið hádegi og gerði séra
Jakob Jónsson og Á. P. Jóhannsson til-
lögu um að fresta fundi til kl. 1.30 e. h.
Samþykt.
SJÖTTI FUNDUR
var settur kl. 2 e. h. Las ritari siðustu
fundargjörð og var hún samþ. óbreytt.
Forseti gat þess að samkvæmt lögum
félagsins ætti kosning embættismanna nú
fram að fara.
Ami Eggertson og S. Jó|hannson að
kosning embættismanna sé frestað til kl.
3 svo tvö mál er eigi var lokið við fyrir
hádiegi, geti verið afgreidd. Var tillagan
feld.
Fór þá fram kosning embættismanna
fyrir næsta ár og hlutu þessir kosningu:
Forseti: Dr. Rögnvaldur Pétursson
Vara-forseti: Dr. Richard Beck
Ritari: Gísli Jónsson
Vara-ritari: Bergthor Emil Johnson
Fjármálaritari: Guðmann Levy
Vara-fjármálaritari: Séra Egill Fáfnis
Gjaldkeri: Ámi Eggertsson
Vara-gjaldkeri: Ásmundur P. Jóhannsson
Skjalavörður: Sigurður W. Melsted.
Yfirskoðunarmenn voru kosnir: Steindór
Jakobsson til tveggja ára; Grettir Jó-
hannsson til eins árs.
Útnefningamefnd til næsta árs var kosin:
Séra Philip M. Pétursson, Ragnar
Stefánsson og Jakob Kristjánsson.
Var nú tekið 10 mínútna fundarhlé til
að gefa þingfólki tækifæri að fá sér kaffi
er var til sölu í neðri sal hússins.
Er fundur var aftur settur gat forseti
þess að undir nýjum málum lægi nú fyrir
að taka fyrir mál það er ófeigur Sigurðs-
son mintist á fyr á þinginu, varðveizlu á
minnisvarða Stephans G. Stphanssonar.
Dr. R. Beck og séra Sigurður ólafsson
lögðu til að stjómamefnd félagsins sé
falið að leita eftir því við sambands-
stjómina að hún taki undir sina vernd,
leiði St. G. St. í samræmi við lögskipaða
ríkisvernd merkra sögustaða í landinu.
Var tillagan samþ. í einu hljóði.
Álit Landnema Minnisvarða nefndar
komu fram tvö: Meirihluta álit frá J-
Bíldfell og séra Guðm. Arnasyni og minm-
hluta álit frá Á. P. Jóhannssyni, er sv°
hljóða.
Nefndin, sem sett var til þess að íljuga
minninvarðamálið, hefir ekki getað komi^
sér saman, og leyfir meirihlutinn séi a
leggja fram eftirfylgjandi álit:
Þar sem að enn er ólokið verki í sam