Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 24
Hftir prófessor Richard Beck
SVEINN BJÖRNSSON
fyrsti forseti íslenska lýðveldisins
I.
Lýðveldishátíðin á íslandi síðast-
liðið sumar mun verða ógleymanleg
öllum þeim íslendingum, sem báru
gæfu til að taka þátt í henni, og mik-
ill ljómi mun jafnan leika um hana í
hugum þeirra. En eins og kunnugt
er, var það hið góða hlutskifti mitt
að sækja þessi einstæðu hátíðahöld í
sögu hinnar íslensku þjóðar sem full-
trúi Vestur-íslendinga og sem gestur
íslensku ríkisstjórnarinnar. Tel eg
mér því sérstaklega skylt, og er það
að sama skapi ljúft hlutverk, að segja
lesendum þessa tímarits frá
lýðveldishátíðahöldunum og
öðru því helsta, sem fyrir
augu mín bar á ferð minni
heim til ættjarðarinnar á
þessum örlagaríku tímamót-
um í sögu hennar.
Það er á allra vitorði,
hversu skipagöngur milli ís-
lands og Ameríku eru sein-
ar á þessum styrjaldartím-
um. Varð það því að ráði.
að leitað væri til hlutaðeig-
andi yfirvalda um flugferð
fyrir mig til fslands og aft-
ur heimleiðis. Fyrir ágæta
aðstoð dr. Thor Thors,
sendiherra fslands í Wash-
ington, og mikla velvild her-
stjórnar Bandaríkjanna og
yfirstjórnar ferjuflugs
þeirra, var eg fluttur í her-
flugvél báðar leiðir. Stend
eg því, og þeir aðrir, sem her
eiga hlut að máli, í mikilli þakkar-
skuld við sendiherrann, herstjórn
Bandaríkjanna og aðra þá, sem
greiddu mér götu hvað flugferðina
snerti og gerðu mér förina yfir hafið
með þeim hætti, eigi aðeins styttr:
svo vikum skifti, heldur einnig miklu
ánægjuríkari og æfintýralegri.
Lagt var af stað í langflugið áleið-
is til íslands af norðlægum flugvelli
í austanverðum Bandaríkjum og lent
í Labrador. Eftir nokkurra stunda
viðdvöl þar, var haldið áfram til
Grænlands, staðnæmst þar og neyt*