Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 25
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI
3
hádegisverðar. Var bjartviðri er
þangað kom, svo að útsýn var ágæt
yfir landið úr flugvélinni, og þótti
mér Grænland stórskorið, enda er
þar sæbratt mjög, en mikilfengleg
Var fjallasýn og fjarða. Gripu mig
einkennilegar tilfinningar þegar eg
steig nú fæti fyrsta sinni á mold
þessa fornfræga landnáms íslend-
inga, og varð mér ofarlega í huga þá
stundina atburðarík og örlagaþung
Saga þessa fyrsta landnáms þeirra.
Og er eg var nú kominn “á Græn-
lands grund”, mintist eg einnig
skáldsins bragsnjalla, er orti þar sín-
ar frægustu rímur, og hóf einn man-
s°ng þeirra á ljóðlínunum fögru og
alkunnu:
‘Móðurjörð, hvar maður fæðist,
mun hún eigi flestum kær,
þar sem ljósið lífi glæðist
°g lítil sköpun þroska nær?
f^ór það og að vonum, að þær ljóð-
linur sæktu fast á mig þá stundina,
þvi að framundan var síðasti áfang-
lnn heim til ættjarðarinnar. Kosið
kefði eg þó að standa lengur við í
Oraénlandi og sjá mig betur um í hinu
f°rna landnámi íslendinga á þeim
slóðum, en slíks var eigi kostur að
tessu sinni, né heldur á vesturleið-
lnni, því að þá var flogið beint af ís-
landi til Nýfundnalands og þaðan
eftir stundardvöl rakleiðis til Wash-
lngton.
®*ftir að hádegisverður hafði
snæddur verið, eins og fyr er vikið
hóf flugvélin sig til flugs á ný og
fa !eiðin nú austur yfir þvera Græn-
landsjökla, því að flogið var norðar-
lega, og var hinn mikli jökulskjöldur,
Sem iandið hylur og teygir arma sina
niður í dali og firði, all-ægilegur á-
sýndum. Hrikafagur en svipkaldur
var rekísinn einnig við austurströnd-
ina. Annars gerðist ekkert sögulegt
á flugferðinni til fslands. Veður var
mjög gott, nema hvað allhvast var í
fangið, og dró það nokkuð úr flug-
hraðanum. Blasti hafið, faldað hvít-
fextum öldum og hið tignarlegasta,
annað slagið við augum, en hitt var
þó oftar, eins og verða vill á lang-
flugi landa milli, að flogið var ofar
skýjunum, sem gat þá að líta snjó-
hvít og sveipuð sólarljóma, eins langt
og augað eygði. Var það bæði fögur
sjón og tilkomumikil.
Hló mér hugur í brjósti, því að óð-
fluga styttist leiðin heim í land hinn-
ar “nóttlausu voraldar veraldar, þar
sem víðsýnið skín,” en þegar nálgast
tók landið, buðu flugmennirnir mér
til sætis hjá sér frammi í stýrisklefa
sínum, svo að eg gæti notið útsýnis-
ins sem allra best. Mun eg aldrei
gleyma því, er eg sá sóluroðinn silf-
urhjálm Snæfellsjökuls, fyrstan
hinna frónsku fjalla, hefjast við him-
in upp úr skýjahafinu. Hann var
mér þá og verður mér jafnan í minn-
ingunni, “íslands hvíta móðurhönd”.
Og sannarlega þótti mér ísland
“yfirbragðsmikið til að sjá”, er eg
leit það nú í fyrsta sinni blasa mér
við augum úr loftinu. Enda kemur
enginn íslendingur, sem dvalið hefir
langvistum erlendis, svo heim til ís-
lands, að honum verði eigi starsýnt á
landið sjálft, þetta svipmikla og lit-
brigðaríka land, sem bar hann á
brjósti og hefir í fjarlægðinni sveip-
ast ljóma hins langþráða drauma-
lands, og verður því hugumkærra,
sem lengra líður á lífsins dag og sjón