Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 26
4
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
manns glöggvast á hið nána samband
landsins og þjóðarinnar.
Það var síðla dags þegar flugvélin
lenti skamt frá Reykjavík. Mættu
þeir mér á flugvellinum Agnar Kl.
Jónsson, skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu (áður aðalræðismaður
fslands í New York), er var hér kom-
inn sem fulltrúi Vilhjálms Þór utan-
ríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar,
og cand. theol. Pétur Sigurgeirsson
(biskups Sigurðssonar), nú við fram-
haldsnám í Philadelphíu. Mátti því
segja, að ríki og kirkja tækju hönd-
um saman um að bjóða mig velkom-
inn til landsins, enda er mér bæði
ljúft og skylt að geta þess, að eg
naut hinnar mestu vinsemdar og á-
gætustu fyrirgreiðslu af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, sérstaklega utanríkis-
ráðherra og utanríkisráðuneytisins,
og frábærrar velvildar af hálfu bisk-
ups íslands og annara kirkjunnar
manna. En hinum ágætu viðtökum,
er eg sem fulltrúi Vestur-íslendinga
átti alstaðar að fagna á íslandi, mun
eg lýsa nánar síðar.
Á leiðinni af flugvellinum ti]
Reykjavíkur fengum við ferðafélag-
arnir að njóta eins af hinum yndis-
legu vorkvöldum, sem hefja hugann
hátt og hita manni um hjartarætur,
og skáld vor og málarar hafa fært i
hæfan búning ljóða og lita. Minnis-
stætt verður mér það sérstaklega
þegar Esjan, rökkurblá og mild á
svip, kom í augsýn í fjarlægðinni.
En henni og fslandi í vorskrúða sín-
um það kvöld lýsti Klettafjallaskáld-
ið meistaralega í vísu sinni “Að
kveldlagi”, er hann orti í íslandsferð
sinni 1917:
“Falla Hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.
Náttklædd Esjan, ofanlút,
er að lesa bænir.”
II.
Fyrstu dagarnir eftir heimkomuna
til ættjarðarinnar fóru eðlilega í þa^
að heilsa og flytja kveðjur, í opinber-
ar og einka heimsóknir og í það að
reka ýms erindi, sem mér höfðu verið
falin. Meðal annars fylgdi utanríkis-
ráðherra mér nokkrum dögum eftn-
komu mína í heimsókn til þáverandi
ríkisstjóra fslands, herra Sveins
Björnssonar, og frúar hans að Bessa-
stöðum. Voru viðtökurnar þar hinar
ástúðlegustu, sem annarsstaðar, og
skemtilegt að ganga, í fylgd með rík-
isstjóra, um hinn fræga og minninga'
ríka stað og skoða þar prýðileg húsa-
kynni og fyrirmyndar búrekstur. Ut-
sýn er þaðan einnig fögur og staður-
inn ágætlega í sveit settur.
Eigi hafði eg heldur lengi dvalið 1
Reykjavík eða nágrenni höfuðstað-
arins, þegar eg varð þess var, að þa^
var eigi aðeins vor í lofti, í hinum
venjulega skilningi orðsins, heldur
einnig í hugum manna. Seinustu
dagana í maímánuði, réttum hálfufl*
mánuði áður en eg steig á land, hafð1
íslenska þjóðin með fágætum og a‘-)'
dáunarverðum samhug látið í ij°sl
eindreginn vilja sinni um lausn full
veldismálsins með allsherjar at
kvæðagreiðslu, en áður hafði AlþmS1
staðið einhuga og óskift um málið-
Var því einlægur fögnuður í hugum
manna yfir þeim glæsilegu málalok
um af hálfu þings og þjóðar, en ja^n
framt logaði mönnum í brjósti glaður
eldur tilhlökkunar í tilefni af at
burðinum mikla, sem framundan var