Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 28
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hátíðarsvip, og þjóðin sjálf í hátíð-
arskapi, enda dró nú til stórra tíð-
inda.
En áður en lýst er lýðveldishátíða-
höldunum, er rétt og í rauninni
nauðsynlegt, svo að samhengi atburð-
anna raskist eigi, að geta hins sögu-
lega fundar í sameinuðu Alþingi,
sem haldinn var daginn áður, laust
eftir hádegi föstudaginn þ. 16. júní,
en þá voru teknar lokaákvarðanir um
sambandsslitin milli fslands og Dan-
merkur og um stofnun lýðveldisins,
samkvæmt þingsályktunum frá 25.
febrúar og 8. mars á því ári.
Þegar þingfundur þessi hófst á til-
settum tima, kl. 1.30, voru áheyr-
endapallar þéttskipaðir og margt
annara gesta í sal efri deildar og
hliðarherbergjum, enda var hér um
örlagaríkan atburð að ræða. Þing-
menn skipuðu sér í sæti sín, en á
borðum þeirra og ráðherranna stóð
fagur og haglega gerður íslenskur
borðfáni, til skreytingar í salnum og
til minja um hinn sögulega viðburð,
sem nú var að gerast.
Forseti sameinaðs Alþingis, Gísli
Sveinsson sýslumaður, setti fundinn
og stýrði honum, en tvö mál voru á
dagskrá, þingsályktunartillögur frá
ríkisstjórninni um sambandsslitin og
lýðveldisstofnunina, og flutrti for-
sætisráðherra, dr. jur. Björn Þórðar-
son þær báðar með viðeigandi inn-
gangsorðum.
Var fyrri tillagan á þessa leið:
“Alþingi ályktar að lýsa yfir því,
að niður sé fallinn dansk-íslenski
sambandslagasamningurinn f r á
1918.”
Síðari tillagan var svohljóðandi:
“Alþingi ályktar, með tilvísun
til 81. gr. stjórnarskrár lýðveldis-
ins íslands og þar sem skilyrðum
sömu greinar um atkvæðagreiðslu
allra kosningabærra manna í land-
inu er fullnægt, að stjórnarskráin
skuli ganga í gildi laugardaginn
17. júní 1944, þegar forseti samein-
aðs Alþingis lýsir yfir því á fundi
í Alþingi”.
Enginn kvaddi sér hljóðs og voru
tillögur þessar, eins og fyrirfram var
vitað, samþyktar með samhljóða at-
kvæðum allra viðstaddra þingmanna,
51 að tölu, en einn þeirra lá veikur,
og þarf ekki að draga í efa hvar hann
hefði skipað sér í flokk í þessu máli-
Þvínæst las forsætisráðherra upp
bréf ríkisstjóra, þess efnis, að næsti
fundur Alþingis yrði haldinn aú
Þingvöllum laugardaginn 17. júní,
en forseti sameinaðs Alþingis til'
kynti, að sá fundur hefðist kl. 1-5-1’
og að tekin yrðu á dagskrá yfirlýsing
forseta um gildistöku stjórnarskrar
lýðveldisins ísland og kosning f°r'
seta íslands fyrir tímabilið 17- jún>
1944 til 31. júlí 1945. Sagði hann síð'
an fundi sliitið.
Var athöfn þessi öll hin virðuleg'
asta, og hafa allir viðstaddir vafa'
laust fundið til þess, að þeir höfðu
lifað örlagastund í sögu þjóðar sinn-
ar. Með samstiltum einingaranda
þings og þjóðar hafði áfanganum
langdreymda í sjálfstæðismálum
landsins verið náð. Upprisudagn1
hins íslenska lýðveldis var að morgn1-
III.
Fánum skreytt og í hátíðarbúning1
að öðru leyti, eins og að ofan er týst’
blasti Reykjavík við manni þogar