Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 32
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Forseti Islands herra Sveinn Björnsson vinnur eið
að stjórnarskrá lýðveldisins.
þvínæst, að Sveinn Björnsson væri
rétt kjörinn fyrsti forseti hins ís-
lenska lýðveldis. Vakti kosning hans
mikinn og hjartanlegan fögnuð
mannf jöldans, er bar því fagurt vitni.
hve djúp og víðtæk ítök hann á í
hugum þjóðarinnar. Þá er forseti
hafði unnið eið að stjórnarskránni,
og mannfjöldinn hafði hylt hann með
ferföldu húrrahrópi, flutti hann að
Lögbergi fyrsta ávarp sitt til þings
og þjóðar, hvatti til sameiningar og
þegnlegrar fórnfýsi, og minti þjóð-
ina sérstaklega á hin happasælu mála-
lok að Þingvöllum fyrir 944 árum
síðan, þá er kristni var í lög tekin á
íslandi á hinn friðsamlegasta og eft-
irminnilegasta hátt, svo sem sógur
vorar greina.
Var þetta fyrsta ávarp Forseta Is'
lands íturhugsað og drengilegt, a*'
vöruþrungin lögeggjan og bæn’, eios
og því hefir réttilega lýst verið-
Vafalaust hefir það einnig fundið
næman hljómgrunn í hjörtum ÞuS
undanna mörgu, sem á það hlýddu’
enda var því tekið með einlægulT1
fögnuði af mannfjöldanum.
Sleit forseti sameinaðs þings síðan
fundi þessum, hinum fjölmennasta,
sem nokkru sinni hefir haldinn veri
að Lögbergi, og hinum söguríkast3
síðan á 13. öld. Mjög skifti þó, gu
heilli, í tvö horn um hið örlagat1