Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 33
11
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI
þinghald þeirrar aldar og hinn sögu-
iega þingfund, sem nú hafði sliitið
verið. Þá leið hið forna lýðveldi und-
ir lok, nú var það endurreist að nýju,
°g sveipaðist jafnhliða frægðarljóma
hinnar fornu frelsisaldar. Og næsti
þáttur hátíðarinnar, sem einnig fór
íram að Lögbergi, kveðjur og árnað-
aróskir erlendra fulltrúa, dró ein-
mitt huga manna að hinu glæsilega
sjálfstjórnartímabili íslands fyr á
öldum, og að hinum miklu bókmenta-
°g menningarverðmætum, sem urðu
ávextir þess tímabils og verið hafa
Þjóðinni orkulind og andlegrar yng-
ingar.
^egar þingfundi hafði verið slitið
°g Þjóðhátíðarkórinn og þingheimur
hafði sungið “ísland ögrum skorið”,
Huttu fulltrúar erlendra ríkja hinu
nýstofnaða íslenska lýðveldi kveðjur
^ra þjóðhöfðingjum sínum og ríkis-
stjórnum. Kynti Vilhjálmur Þór
ntanríkisráðherra hina erlendu full-
trúa með viðeigandi virðingarorðum,
en Forseti íslands, Sveinn Björnsson,
svaraði hverjum þeirra á sama máli
°g hann hafði mælt. Var fáni þjóðar
Þeirra dreginn á stöng á þingpallin-
Um meðan þeir fluttu mál sitt, en
Þjóðsöngur viðkomandi þjóðar leik-
mn, þá er forseti íslands hafði þakk-
kveðjurnar og svatað þeim.
^°ru það fulltrúar fimm erlendra
ríkja, sem fluttu ávörp að Lögbergi,
Þeir Louis G. Dreyfus sendiherra,
Sem viðstaddur var hátíðahöldin sem
Serstakur fulltrúi Roosevelts Banda-
rikjaforseta, Gerald Shephard sendi-
kefra, sem var sérstakur fulltrúi
^eorgs Bretakonungs, August Es-
^^rch sendiherra, sérstakur fulltrúi
n°rsku stjórnarinnar, Otto Johanns-
s°n sendifulltrúi, sérstakur fulltrúi
sænsku stjórnarinnar, og Henri Voil-
lery, fulltrúi frönsku Þjóðfrelsis-
nefndarinnar.
Lýstu hinar hlýju kveðjur þeirra
allra miklum vinarhug í garð hinnar
íslensku þjóðar, skilningi á sjálf-
stæðiskröfum hennar og réttindum
til fulls sjálfsforræðis og virðingu
fyrir sögu hennar og menningarbar-
áttu. Enda vöktu kveðjur þessar
mikinn fögnuð hins f jölmenna áheyr-
endahóps, er hylti hina erlendu full-
trúa með dynjandi lófaklappi; eink-
um var það eftirtektarvert, hve fagn-
aðarlætin voru mikil, þá er fulltrúi
Norðmanna flutti mál sitt, og svip-
uðu máli gegndi, þá er sænski full-
trúinn bar fram kveðjur sínar, en
þeir mæltu báðir á íslenska tungu.
Voru kveðjur hinna erlendu fulltrúa
mikilvægur og mjög minnisstæður
þáttur í hátíðahöldunum að Lög-
bergi, hollum þjóðarmetnaði byr
undir vængi, en jafnframt sterk eggj-
an til dáða. Öll þau erlendu ríki,
sem hér áttu hlut að máli, viðurkendu
stuttu síðar lýðveldið á formlegan
hátt; sama máli gegnir um stjórn
Sovétríkjanna, er einnig átti fulltrúa
við lýðveldisstofnunina, þó eigi
flytti hann þar ávarp.
Utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór
tilkynti einnig að Lögbergi, að hol-
lenska stjórnin í London og pólska
stjórnin þar hefðu falið ræðismönn-
um sínum á íslandi að flytja íslensku
ríkisstjórninni kveðjur og velfarnað-
aróskir í tilefni af lýðveldisstofnun-
inni. Síðar um daginn tilkynti utan-
ríkisráðherra ennfremur, að borist
hefðu hlýjar kveðjur og heillaóskir
frá Lögþingi Færeyinga og ríkis-
stjórn Belgíu. Auk þess bárust For-
seta íslands og ríkisstjórn kveðjur