Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 34
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og heillaóskir frá öðrum þjóðhöfð-
ingjum og ríkisstjórnum víðsvegar
um lönd. Hinn virti og vinsæli
sendiherra Dana á fslandi um margra
ára skeið, dr. F. le Sage de Fontenay,
gat eigi verið viðstaddur hátíðahöld-
in vegna ferðabanns, er kyrrsetti
hann í London, en laust fyrir hátíð-
ina hafði hann sent faguryrt og eink-
ar hlýlegt kveðjuskeyti til lands og
þjóðar. Þá bárust forseta og ríkis-
stjórn sægur af heillaóskaskeytum
frá ýmsum félögum og einstökum
mönnum utanlands og innan, íslensk-
um og erlendum, meðal annara sendi-
herrum og ræðismönnum íslands er-
lendis, frá mörgum íslendingum vest-
an hafs og íslenskum félögum þar-
lendis. Lýsti það sér vel í þessum
fjölmörgu kveðjum víðsvegar að,
hverja athygli lýðveldisstofnunin
vakti og hversu víðtækur góðhugur
fylgdi hinu endurreista íslenska lýð-
veldi á veg.
Með flutningi hinna erlendu kveðja
og árnaðaróska var lokið hátíðahöld-
unum að Lögbergi. Héldu forseti ís-
lands og föruneyti hans, þingmenn,
sendiherrar og aðrir gestir til Val-
hallar, en mannfjöldinn dreifðist í
ýmsar áttir; margir lögðu þó þegar
leið sína inn á Vellina, en þar skyldi
fram fara næsti þáttur hátíðarinnar
síðar um daginn.
Á Völlunum við rætur Fangbrekku
hafði verið reistur mikill íþróttapall-
ur og fór þar fram síðari hluti dag-
skrár hátíðahaldsins, en þó með
nokkrum breytingum og úrfellingum
vegna hins óhagstæða veðurs mestan
hluta dagsins. Geysimikill mann-
fjöldi hafði safnast saman umhverfis
fimleikapallinn, en þó einkum í
brekkunni sjálfri, því að þaðan var
útsýn góð bæði niður yfir pallinn og
Vellina. Var það mikilfengleg sjón
að sjá hina víðáttmiklu brekku
verða að samfeldu, lifandi mannhafi-
Hófst þessi síðari hluti hátíðahald-
anna með því, að lúðrasveit lék nokk-
ur lög. Þvínæst söng Þjóðkórinn,
undir stjórn Páls ísólfssonar, ýms
ættjarðarkvæði, og brátt hafði hinn
mikli mannfjöldi tekið svo vel undir,
að það var eins og brekkan öll syngi-
Var það mjög hressandi og hrífandi a
að hlýða, og mun þeim lengi í minn:
vaka, sem tóku þátt í þeim fagnaðar-
söng eða hlustuðu á hann.
Að því loknu flutti formaður Þjóð-
hátíðarnefndar, dr. Alexander Jó-
hannesson prófessor, ávarp sitt, sem
var hið ágætasta að efni og mjög
skörulega flutt, enda var því tekið
með miklum fögnuði. Kynti hann
að því búnu fulltrúa Vestur-íslend-
inga, er flutti kveðjur þeirra, Forseta
íslands, ríkisstjórn og þjóð, og lauk
máli sínu með þessum orðum:
“Herra forseti! Eg flyt ríkisstjórn
íslands og íslensku þjóðinni, landi
og lýð, hjartans kveðjur og heilla-
óskir Þjóðræknisfélags fslendinga i
Vesturheimi og hinna mörgu þus-
unda fslendinga í landi þar í heiló
sinni. Þeir myndu hafa fjölmenit a
þessa sigurhátíð þjóðar vorrar, eig1
síður en þeir gerðu á Alþingishátíð-
ina tilkomumiklu og minnisstæðu
1930, ef óviðráðanlegar ástæður hefðu
eigi verið þrándur í götu. En hjörtu
þeirra og hugir sameinast hjörtum og
hugum þjóðsystkina þeirra hér heima
í þökk og bæn á þessari helgu °S
hátíðlegu stundu.
“Vissulega leikur bjartur ljómi og
fagur um hátindana í sögu fslands,