Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 35
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ISLANDI
13
°g mikill orkugjafi hafa minningarn-
ar um afrek forfeðranna, um forna
frelsis- og fraegðaröld, hin sögulega
arfleifð vor, verið þjóð vorri á liðn-
um öldum og fram til þessa dags.
Enn þá fegurri er samt morgunroð-
inn á fjöllum þeirra vonalanda hinn-
ar íslensku þjóðar, sem rísa í hilling-
um af djúpi framtíðarinnar í djörf-
nm draumum sona hennar og dætra.
Aukið frelsi og aukinn manndómur
haldast löngum í hendur, enda ber
sagan því vitni, að sjálfstraust þjóð-
ar vorrar, djörfung og framsóknar-
^ngur hennar hafa vaxið í hlutfalli
við aukið sjálfsforræði hennar. Þess
vegna er það von og trú barna henn-
ar vestan hafs, að hún fari svo með
fjöregg síns endurfengna forna frels-
is, að hennar bíði “gróandi þjóðlíf
■ueð þverrandi tár,” helgað fram-
kvæmd þeirra félags- og menningar-
^ugsjóna, sem verið hafa henni leið-
arstjarnan í sjálfstæðisbaráttu henn-
ar og hana hefir fegurstar dreymt.
En réttur skilningur á hlutverki
Þjóðarinnar, trúnaður við hið æðsta
°g göfugasta í arfi hennar, þjóðholl-
usta og þegnskapur, er grundvöllur
Eamtíðarhlutskiftis hennar og ham-
‘ngju.
Elessunar og bænarorðum vor ís-
iendinga vestan hafs, ættjörðinni og
®ttþjóðinni til handa, fæ eg svo, að
n^álslokum, eigi valið hæfari búning
heldur en þessar ljóðlínur frú Jak-
°bínu Johnson, er ortar voru nýlega
Islands:
láns og gæfustjarna
Sullöld nýja fyrir dyrum.
Eeiðin var myrk og langsótt gegn-
um hættur.
ýðveldið—fslands stóri draumur
rættur!”
“Guð blessi fsland og íslendinga!
Lengi lifi og blómgist hið endur-
reista íslenska lýðveldi!”
Eigi skal hér neinn dómur lagður
á það, hvernig þessi kveðjuflutning-
ur tókst, en hitt væri rammasta van-
þakklæti að geta þess eigi, hversu
frábærlega vel kveðjunum vestan um
haf var fagnað af hálfu þúsundanna
mörgu á Þingvöllum. Kom þar fram,
sem alstaðar á ferð minni, hinn djúp-
stæði ræktarhugur, sem íslendingar
heima á ættjörðinni bera í brjósti til
landa sinna og frænda í Vesturheimi,
og lifandi áhugi þeirra fyrir fram-
haldandi sambandi við íslenska þjóð-
stofninn vestan hafsins.
Þá er lokið hafði verið flutningi á
kveðjunni frá íslendingum í Vestur-
heimi, lék lúðrasveitin “Þótt þú lang-
förull legðir” eftir Stephan G. Steph-
ansson, undir hinu tilkomumikla lagi
Sigvalda Kaldalóns tónskálds.
En nú gerðist óvæntur atburður,
sem mikla athygli vakti og öllum
viðstöddum mun lengi minnisstæður.
Forsætisráðherra dr. Björn Þórðar-
son gekk fram á ræðupallinn og
kvaðst hafa orðsendingu að færa.
Tilkynti hann, að ríkisstjórninni
hefði borist skeyti frá Hans Hátign
Kristján X. Danakonungi, og hefði
konungur í orðsendingu sinni látið í
1 jós bestu árnaðaróskir sínar um
framtíð íslensku þjóðarinnar og von-
ir um, að tengsl þau (bönd þau), er
tengja ísland öðrum Norðurlöndum,
mættu styrkjast.
Tók mannfjöldinn boðskap kon-
ungs með miklum fögnuði og hylti
hann með ferföldu húrrahrópi, þá er
forsætisráðherra vottaði honum