Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 36
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Séð af þingpalli að Lögbergi yfir mannfjöldann. Fremst lúðrasveit og kór.
þakkir þjóðarinnar og bað honum,
fjölskyldu hans og þjóð blessunar og
velfarnaðar. Síðan lék lúðrasveitin
konungssönginn danska. Var auð-
fundið, að þessi kveðja hins aldur-
hnigna og hugprúða konungs hafði
slegið á næma strengi í brjóstum
mannfjöldans, drjúgum aukið mönn-
um hátíðargleðina og að sama skapi
góðhug manna til konungs sjálfs og
virðingu manna fyrir honum. Ríkis-
stjórnin sendi konungi þegar þakka-
skeyti fyrir kærkomna kveðju hans.
Hélt dagsskráin síðan áfram með
söng Þjóðhátíðarkórs Sambands ís-
lenskra karlakóra, en um 200 manns
voru í kórnum. Stjórnuðu þeir söngn-
um til skiftis Jón Halldórsson, er
var aðalsöngstjórinn, Sigurður Þórð-
arson, Hallur Þorleifsson, Robert
Abraham og Þórarinn Guðmundsson-
Var söngur þessa fjölmenna kórs til-
þrifamikill mjög, en sungin voru
einkum ýms ættjarðarljóð eða önnur
kvæði þjóðræknislegs efnis, gömul
og ný. f lagi Björgvins Guðmunds-
sonar við kvæði Gríms Thomsens,
“Heyrið vella’ á heiðum hveri”, söng
Pétur Jónsson óperusöngvari einsöng
við svo ágætar undirtektir, að lagi^
var endurtekið, enda var það með af-
brigðum vel sungið.
Benedikt Sveinsson, fyrv. forseti
neðri deildar Alþingis og einn af
kunnustu leiðtogum fslendinga 1
sjálfstæðismálum þeirra, flutti raeðu
um sjálfstæðisbaráttu þeirra, sem
mikla athygli vakti, enda var hun
prýðilega samin og vel flutt.
fslandsljóð þau, sem verðlaun