Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 41
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ISLANDI
19
helguð endurreisn lýðveldisins, hald-
ln fram eftir öllu sumri í öllum lands-
hlutum, sérstaklega í sveitum lands-
lns; fjöldi félaga víðsvegar um land-
'ð mintist lýðveldisstofnunarinnar
einnig með sérstökum samkomum.
Enda gat enginn ferðast svo um fs-
land síðastliðið sumar, að hann fyndi
eigi streyma um sig þá öldu hrifn-
lngar og vakningar, sem farið hafði
Urn sál þjóðarinnar í tilefni af endur-
^ornu fullu frelsi hennar og sjálf-
stæði. Snjallar ljóðlínur Sigurðar
^inarssonar hitta markið vel hvað
Þetta snertir:
Ýlur í lofti og ilmur af vori,
andar nú fjær og nær.
Það er festa í augum og fjör í spori,
Því fólkið var nýtt í gær.
Og þessi nýja, náttgamla sveit
fær nýjan hreim í sitt mál,
nýjan himin og nýja jörð,
nýja hugsun og sál.”
^agnaðar- og þakkarhugur þjóðar-
lnnar kom einmitt glögt fram í hin-
Urn fjölmörgu kvæðum, sem ort voru
1 tilefni af lýðveldisstofnuninni, og
ollaett mun mega segja, að skift hafi
hundruðum, því að þjóðhátíðarnefnd-
lnni einni saman bárust á annað
^nndrað kvæði í verðlauna-samkepn-
inni um hátíðarljóðin. Eðlilega eru
kv*ði þessi misjöfn að skáldskapar-
§lldl, en sum þeirra eru bæði snjöll
°g fögur, og öll eiga þau sammerkt
!, ^Vl’ að djúpstæð ættjarðarást, trú
u framtíð hinnar íslensku þjóðar og
vatning til dáða var kjarni þeirra
°§ bin heita undiralda tilfinning-
^nna, sem þar klæddist hreimmiklum
^nningi íslensks máls. Kvæði þessi
því einnig vitni, hversu lýð-
veldishátíðin hefir glætt og eflt ein-
ingaranda þjóðarinnar.
Þessi alda fagnaðar og hrifningar
náði langt úr fyrir strendur íslands.
fslendingar erlendis, og þá ekki síst
vestan hafs, þar sem þeir skifta tug-
um þúsunda, mintust lýðveldisstofn-
unarinnar með miklum og virðuleg-
um hátíðahöldum, og urðu með þeim
hætti eitt með ættþjóð sinni heima
fyrir á þessum sögu- og sigurríku
tímamótum í ævi hennar.
En þó að hinum opinberu lýðveld-
ishátíðahöldum væri lokið með há-
tíðarveislu ríkisstjórnarinnar sunnu-
dagskvöldið þ. 18. júní, má segja, að
fyrsta veisla forseta íslands, sem
haldin var að forsetasetrinu á Bessa-
stöðum laugardaginn 24. júní, væri
einnig þáttur í hátíðahöldunum. —
Boðsgestir voru ríkisstjórnin, forseti
sameinaðs Alþingis, forseti hæsta-
réttar, biskup íslands, formenn
stjórnmálaflokkanna, fulltrúar er-
lendra ríkja, fulltrúi Vestur-íslend-
inga og nokkrir aðrir íslenskir em-
bættismenn.
í samræðum við forseta íslands við
það sögulega tækifæri kom það í
ljós, sem oftar, hversu hlýjan hug
hann og aðrir forráða- og forystu-
menn íslensku þjóðarinnar bera til
fslendinga vestan hafs. Hins sama
gætti í þakkar- og kveðjuorðum
Sveins forseta, þá er eg, stuttu eftir
að eg kom til íslands, afhenti hon-
um, í viðurvist ríkisstjórnarinnar,
heiðursskírteini frá Þjóðræknisfé-
laginu, og þá er eg, rétt áður en eg
hélt heimleiðis aftur, afhenti honum,
að forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra viðstöddum, hina áletruðu eir-
töflu, sem félagið sendi íslensku