Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
20
þjóðinni í nafni Vestur-íslendinga í
tilefni af endurreisn lýðveldisins.
V.
Fyrir örláta og ágæta fyrirgreiðslu
ríkisstjórnarinnar varð mér unt að
íerðast víðsvegar um landið og verða
við tilmælum um að flytja á sam-
komum í öllum landshlutum, mörg-
um þeirra mjög fjölmennum, kveðj-
ur frá fslendingum vestan hafs og
segja frá lífi þeirra og starfi og þjóð-
ræknisbaráttu. Viðtökurnar, er eg
sem talsmaður Vestur-fslendinga átti
hvarvetna að fagna voru svo frábær-
ar, að eg fæ þeim eigi með orðum
lýst. Eg fann hlýjuna og alúðina
streyma til mín úr öllum áttum, og
hvorttveggja flutti eg með mér vest-
ur um hafið og hefi reynt að finna
sem hæfastan búning í ræðu og riti.
Mörg félög og f jöldi einstaklinga át’ti
hér jafnan hlut að máli, en ítarlegri
greinargerð um þessa hliðina á ferö
minni á heima í forsetaskýrslu minni
á þjóðræknisþinginu.
Flins skal þó þakklátlega minst hér,
að á þessu ferðalagi mínu gafst mér
í fyrsta sinni á ævinni tækifæri til að
ferðast um ýmsa hluta landsins, sem
eg hafði eigi áður séð, og sjá marga
af fegurstu og sérkennilegustu stöð-
um þess, svo sem Ásbyrgi, Dettifoss,
Goðafoss, Gullfoss og Geysi. Tel eg
Gullfoss eitthvert hið allra fegursta
náttúrufyrirbrigði, sem eg hefi
nokkru sinni augum litið, enda faldi
hann eigi “flæðielda” sína í “fölskva
kvöldsins”, þegar mig bar að garði
hans, en birtist mér í allri regnboga
og litadýrð sinni. Svipmikill þótti
mér Geysir einnig og mintist eg
myndauðgrar og glöggrar lýsingar
Böðvars Bjarkan á honum í þessu er-
indi:
“Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu
ber,
þær blika eins og perlur í glampand*
logum.
Og litregn af kvikandi ljósbroti fer
eins og leiftur um úðann, í sindrandi
bogum.
í andköfum heitum er eimslæðum
fleygt
yfir ólgandi hrannir og bragelda-
sveiminn,
en af sóldruknum blæ þeirra földum
er feykt,
svo þeir flaksast og hverfa út í vor-
Ijósa-geiminn.”
Óbreytt var fegurð fjarða og fja^a
á æskustöðvunum á Austurlandi °S
Fljótsdalsherað svipfrítt og fangvíR
yfir að líta; Eyjafjörður samur við
sig um fjölbreytni og tíguleik; °'
gleymanleg útsýn af Möðrudalsörasf'
um víða vegu og af Vatnsskarði y^!l
Skagafjörð heiðríkan sumardag-
Aldrei gleymist mér heldur för nið
ur Borgarfjörð syðra dýrlega morg
unstund, eða þá Reykjavík, eins
hún blasti við af Kjalarnesinu sama
morgun. Fagurt þótti mér einnig
Dölum vestur og svipmiklir Vest
firðir, að ógleymdum sjálfum Þing
völlum, helgistað þjóðarinnar, serrl
ólíkir eru öllum öðrum stöðum.
Fulltrúi Vestur-Islendinga a.fkeíl
forseta Islands eirtöfluna, sem Þjóðræ
isfélag Islendinga í Vesturheimi senti!
landi og þjóð að gjöf. Frá vinstri
hægri: Dr. Richard Beck, Vilhjálmui ’
utanrikisráðherra, Dr. Björn Þórðars^
forsætisráðherra og Sveinn Björnss
forseti.