Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 44
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
gróðursælt var Suðurlandsundirlend-
ið með svipfríðum fjallahring sín-
um.
Eg fékk einnig að sjá ættjörðina í
fegursta sumarskrúða, því að tíðin
var frámunaleg góð, blíðviðri og sól-
skin mikinn hluta þess tíma, sem eg
dvaldi heima á íslandi. Sá eg órækar
sannanir þess, hverja uppsprettu feg-
urðar og yndisauka ísland á upp á
að bjóða, leiti menn opnum augum í
fang þess, hvort sem er til fjarða,
dala eða fjalla, og um landið alt.
Gladdist eg jafnframt yfir því, að
augu manna eru áreiðanlega að opn-
ast fyrir þeirri margbreyttu náttúru-
fegurð, sem þar er að finna, og lýsir
það sér í auknum ferðalögum fólks
víðsvegar um landið. Hefir Ferða-
félag íslands unnið merkilegt og
þakkarvert verk í þessa átt.
Þá voru mér hinar miklu verklegu
framfarir síðari ára eigi síður fagn-
aðar- og aðdáunarefni heldur en fjöl-
breytt fegurð landsins. Nefni eg sem
dæmi Hitaveitu Reykjavíkur, með
mannvirkjunum öllum þar að lút-
andi, að Ljósafossi og annarsstaðar.
Eigi fór það heldur fram hjá mér,
hversu verksmiðjuiðnaður af ýmsu
tagi hefir færst í aukana á síðustu
árum, eða nánara talað síðan eg var
seinast heima á ættjörðinni Alþingis-
hátíðarárið 1930. Mér þótti, meðal
annars, merkilegt að skoða Fiski-
verksmiðju Haraldar Böðvarssonar
kaupmanns á Akranesi og ýmsar
verksmiðjudeildir Kaupfélags Akur-
eyrar, svo að eitt dæmi sé tekið sitt
úr hvorum landshluta, er bera gott
vitni iðnaðarlegum framförum lands-
ins.
Mjög var það einnig ánægjulegt að
kynnast hinum nýju stórhýsum, sem
risið hafa frá grunni í Reykjavík á
síðustu árum, sérstaklega Háskólan-
um og Sundhöllinni, sem eru hín
prýðilegustu hvort í sínu lagi. Lét
eg þau orð falla í ræðu á samkomu í
Háskólanum, að hver háskóli, hvar
sem væri í hinum stærri löndum,
væri fullsæmdur af slíku skólahúsi-
Má það vera öllum velunnurum Há-
skóla fslands óblandið fagnaðarefni,
hversu vel er nú að honum búið um
húsakynni, og þá eigi síður hitt
hversu honum vex nú fiskur um
hrygg með margháttaðri fræðslu-
starfsemi en áður var, enda er honum
mikið og veglegt hlutverk ætlað i
menningarlífi þjóðarinnar.
Sjómannaskólinn í Reykjavík
verður einnig mikið hús og veglegt-
og sæmandi þeirri mikilvægu og f jöl'
mennu stétt þjóðarinnar. TilkomU'
mikil þótti mér einnig Matthíasar-
kirkja á Akureyri, og myndarlegir
mjög héraðsskólar þeir, sem eg heim-
sótti, svo sem í Reykholti, að Laugar-
vatni og Núpi í Dýrafirði. Ennfrem-
ur tók eg eftir því, að sveitabæir eru
nú mjög víða miklu betur hýstir en
áður var, þó að sumstaðar skorti a
æskilega prýði í híbýlagerð. En þú
skólahúsin, kirkjurnar og húsakynru
alment séu aðeins ytra borð framfar-
anna og menningarinnar, þá gefur
alt slíkt mjög til kynna hvert stefmr
í þeim efnum og vitnar um hmn
menningarlega og andlega áhuga. sem
liggur að baki slíkra framkvæmda-
En svo að vikið sé aftur að hinum
verklegu framförum, þá er sérstak-
lega ánægjulegt að gefa því gaum,
hve notkun rafmagns til hita og Ij°sa
hefir farið í vöxt á fslandi, og er þar
um stórstígar framfarir að ræ®3,
þegar í minni er borið, að aðeins ^