Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 48
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
af hólmi þeirra vandkvæða, sem hún
verður að leysa á sem heillavænleg-
astan hátt í framtíðinni.
í þakklátum huga geymi eg til
daganna enda minningarnar um þessa
atburðaríku ferð, um lýðveldishátíð-
ina, þjóðina frjálslegu, framsæknu og
gestrisnu, um landið svipmikla og
fagurprúða. Enginn fær farið slíka
ferð, komið undir göfgandi áhrif
náttúrufegurðar íslands eins og hún
blasir við í sumardýrð sinni og fund-
ið himinn sögunnar hvelfast þar yfir
höfði sér, svo að honum aukist eigi
heilbrigð þjóðerniskend og hollur
þjóðarmetnaður.
Eg kom “heiman-heim” úr ferðinni
fasttrúaðri á framtíð hinnar íslensku
þjóðar og á íslenskt þjóðerni, á
þroskamátt íslenskra menningarverð-
mæta, og ennþá sannfærðari en áður
um það, að því aðeins greiðum vér
íslendingar vestan hafs vora þegn-
legu skuld best og varanlegast, að
vér varðveitum og ávöxtum í lengstu
lög alt hið fegursta, djúpstæðasta og
lífrænasta í menningararfi vorum.
Sólsiirljó© Shíhh
Eftir Guttorm J. Guttormsson
Þeir hafa fyrir ská'lkaskjól,
Þig skæra, blíða himinssól.
Með birtu þinnar huliðshjálm,
Með hlíf úr þínum geislamálm,
í þinni dýrð, úr þinni átt
Þeir þjóta ofan loftið blátt
Til húss, er enga hefir vörn,
Og ihæfa markið — saklaus börn.
En sé þeim hætta sjálfum á
Að sjái tiil að hæfa þá
í mildri birtu, er berst þér fró,
Ei beint til jarðar, en á ská, —
Svo hverfi þeir, í heljarleik
Þeir 'hylja þig með vítisreyk.