Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 51
OKKAR Á MILLI
29
Ungi læknirinn: Já, en þetta er
fyrsti starfsdagur minn hér, og eg
verð að setja mig í stellingarnar.
(Þau brosa).
Hjúkrunarkonan: En það gerir þú
varla með því að horfa út í sumar-
dýrðina. Er veðrið, annars, ekki
indælt í dag? Og að horfa yfir lysti-
garðinn á svona fögrum sumar-
°iorgni----
Ungi læknirinn: En eg var ekki að
dá fegurð náttúrunnar. Komdu og
sjáðu það sem eg sé.
H júkrunarkonan (gengur að
glugganum og horfir út): Hvaða
osköp er að sjá manninn!
Ungi læknirinn: Eg gekk fram
hjá honum áðan, og hann lá nákvæm-
Jega í sömu stellingum, þarna á
bekknum.
Hjúkrunarkonan: Hann gæti ver-
ið dauður. — Tókstu eftir því?
Ungi læknirinn: Já. Hann er lif-
andi, en---(hikar).
Hjúkrunarkonan: En hvað? Lif-
andi dauður?
Ungi læknirinn: Það er víst rétt-
asta lýsingin. Hann hefir mist annað
augað, og andlitið er hræðilega af-
skræmt.
Hjúkrunarkonan: En sá uppdrátt-
Ur á mannræflinum! Eru ekki þess-
ar tuskur sem hann er í hermannaföt
frá fyrra stríðinu?
Ungi læknirinn: Ekki sá eg betur.
Ujúkrunarkonan: Eg hélt allir
^errnannabúningar frá 1918 væru
tyfir löngu liðnir undir lok.
Ungi læknirinn: Já eg hefi nú séð
^rgan illa til fara á síðastliðnum
tlu árum, en þessi mannskepna ber af
Þeim öllum. Hann er sjálfkjörið
vitni kreppunnar, án þess að segja
Orð.
Hjúkrunarkonan: Ertu viss um að
hann sé lifandi?
Ungi læknirinn: Já, hann bara sef-
ur. Hefir líklegast sofið þarna í
nótt.
Hjúkrunarkonan: Það er hálf ó-
viðfeldið að horfa á hann héðan úr
stofunni. Það er ekki ólíklegt að
hann þarfnist læknishjálpar. En
þarna kemur gamli læknirinn — og
athugar hann. Hann er að þreifa á
slagæðinni. — Gerðir þú það?
Ungi læknirinn: Nei. Sannast að
segja fanst mér ekki vert að ónáða
hann. Svefninn er honum hollastur.
Svo var eg annars hugar. (Snýr frá
glugganum).
Hjúkrunarkonan (glettin) : Þú hef-
ir verið sokkinn niður í framtíðar-
drauma þína. Það hlýtur að vera
meir en lítið spennandi, að taka við
umdæmi, sem sami læknirinn hefir
sint í hálfa öld.
Ungi læknirinn: Nei, mig var ekk-
ert að dreyma. En eg var að velta
fyrir mér, hvernig eg ætti að fara að,
svo sjúklingunum brigði ekki um of
við skiftin. Það líklega tekur þá
tíma að átta sig, og mér að venjast
svona umdæmi. Eina bótin, að þú
verður hér eitthvað framvegis, svo
héraðsbúar finni hér eitthvað það,
sem minnir þá á liðna tíð.
Hjúkrunarkonan (brosir. Lagar til
á skrifborðinu): Jú víst er eg full-
orðin; en þó eg hafi unnið hér síðan
eg útskrifaðist, er þessi liðna tíð sem
þú talar um, ekki nema þrjú ár. Og
ætlist þú til að eg haldi hér við hálfr-
ar aldar andrúmslofti, er eg hrædd
um að þú verðir fyrir vonbrigðum.
Ungi læknirinn: Nei, eg er aðeins
að hugsa um, að þeir, sem áður hafa