Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 52
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
leitað hingað, finnist þeir ekki vera
komnir í ókunnugt umhverfi.
Hjúkrunarkonan: Viltu þá að öllu
hagi hér til framvegis eins og nú?
Ungi læknirinn: Já. Að svo miklu
leyti sem hægt er.
H júkrunarkonan: Og skírteini
gamla læknisins? (Glettin). Ekki
býstu þó við að fleyta þér á þeim?
Ungi læknirinn: Nei. Eg hengi
mín upp í staðinn.
Hjúkrunarkonan: He'ldur þú að
sjúklingarnir líti ekki á það sem
einskonar skjalafölsun? Og svo er
mottóið þarna. (Bendir).
Ungi læknirinn (nálgast mottóið
og les): “Eitt lóð af varúð er betra
en pund af lækningum”. — Gamalt
og gott máltæki.
Hjúkrunarkonan: Eða spakmæli.
Að minsta kosti þykir sóttvörn nú á
tímum, engu síður nauðsynleg en
lækningar.
Ungi læknirinn: Það hefir sjálf-
sagt hangt þarna í mörg ár. Sjúkl-
ingarnir mundu sakna þess.
Hjúkrunarkonan: Eg er ekki viss
um að gamli læknirinn láti þér það
eftir.
Ungi læknirinn: Og því ekki?
Hér hefir það sína þýðingu fremur
en annars staðar. Enda segist hann
búinn að vera sem læknir.
Hjúkrunarkonan: Honum getur
verið það tilfinningamál. Hann kann
að vera mannleg vera, ekki síður en
læknir.
Ungi læknirinn: Eins og við séum
það ekki öll. — Eða við hvað áttu?
Hjúkrunarkonan: Gamla konan,
sem haldið hefir hús fyrir hann öll
þessi ár, sagði mér nokkuð um þetta
mottó, sem ekki kemur að öllu leyti
við læknis-embættinu.
Ungi læknirinn (Sest bak við skrif-
borðið og bendir á hinn stólinn) : Og
hvað sagði gamla konan?
Hjúkrunarkonan (sest) : Það var
um einhvern Jonna. Varla í frásög-
ur færandi.
Ungi læknirinn: Lofaðu mér að
dæma um það.
Hjúkrunarkonan: Jæja. Það er
sagt, að þegar læknirinn var í skóla,
hafi hann verið trúlofaður ungri
blómarós, hér í bænum; en svo hafi
slitnað upp úr því áður en hann út-
skrifaðist. Henni hefir líklega leiðst
biðin, því hún giftist öðrum. Svo
varð það eitt af fyrstu embættisverk-
um hans, að líta eftir þessari fornu
ástmey sinni, og hjálpa frumburði
hennar í heiminn. Á þeim árum var
vanfærum konum yfirleitt lítið sint,
þjáðust þær ekki af alvarlegum sjúk-
dómum. En annaðhvort af fornri
ást, eða meðfæddri nákvæmni, vakt-
aði hann þessa konu eins og sjáaldur
auga síns og gaf henni ýms ráð með-
an hún gekk með Jonna, sem var
strax, nýfæddur, álitinn fyrirmynd-
ar barn, eins og þú líka getur séð a
myndunum þarna. (Bendir). Þær eru
allar af Jonna.
Ungi læknirinn: Og læknirinn
setti inntak mottósins í samband við
atgervi barnsins.
Hjúkrunarkonan: Ekki aðeins það-
Læknirinn og móðir Jonna reyndu
snemma, að innræta honum varfærnn
og einhverntíma varð öðru hvorti
þeirra máltækið að orði. Og barnið
hafði það orðrétt eftir. Og þó hann
hefði ekki minstu hugmynd um þý®'
ingu þess, tók hann trygð við það og
hafði það yfir undir öllum mögu-
legum kringumstæðum.