Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 54
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Gamli læknirinn (Hefir tekið nið-
ur mottóið og strýkur af því með
vasaklút): Fyrir þá gömlu er hið
liðna eini veruleikinn; fyrir hina
ungu, hin líðandi stund og jafnvel
ókomin tíð. Þeim finst hið gamla
aðeins hégómi, sem betur væri sóp-
aður á burt.
Ungi læknirinn: Ekki felst eg á
það. Eg held yngri kynslóðin sé
skynugri en svo, að hún virði fortíð-
ina að vettugi. Slíkt væri heimsku-
legt. Og hversu ungur sem einn
læknir kann að vera, veit hann, að
þekking hans byggist á athugun og
reynslu fyrirrennara sinna.
Gamli læknirinn: En er ekki mað-
ur sem útskrifast hefir sem læknir,
orðinn gamall — í hugsun ef ekki
áratölu? (Tekur ljósmyndirnar).
Ungi læknirinn: Enginn skynsam-
ur maður, hvort sem hann er ungur
eða gamall, mælir bót fortíðar-dýrk-
un, lýsi hún sér í þröngsýni og kyr-
stöðu. En svo eg snúi aftur að efn-
inu, mig langar til að þú lofir mynd-
unum og mottóinu að vera, í bráðina.
Eg vildi heldur breyta til um þær
smátt og smátt.
Gamli læknirinn: Mottóinu? En
þetta er aðeins margþvættur máls-
háttur, sem fleiprað er með hugsun-
arlaust og ásetningslaust.
Ungi læknirinn: Eg held það eigi
þó hvergi betur heima en í lækna-
stofu. f því felst einfaldur sann-
leikur sem við læknarnir skiljum og
breytum eftir fram yfir það sem al-
ment gerist.
Gamli læknirinn (brosir rauna-
lega) : Á þínum aldri hugsaði eg eins
og þú, en nú efast eg um að þetta sé
rétt.
Ungi læknirinn: Nú jæja. Við
skulum ekki fást um það. En hvað
um myndirnar og mottóið? Skrítið
hvernig smámunir geta leitt til alvar-
legra hugsana. En sjáðu nú skelluna
þarna á veggnum, þar sem mottóið
hékk. Hún væri það fyrsta sem
sjúklingarnir rækju augun í, og kæmi
kannske til hugar, að fleiri auða og
mislita bletti væri að finna hjá nýja
lækninum. (Þögn).
Gamli læknirinn (skoðar ljós-
myndirnar): Sástu flækinginn, sem
sefur á bekknum handan við götuna:
Ungi læknirinn: Já, eg kom þa
leiðina. En ætlarðu að láta mér eftit
mottóið og þessar ljósmyndir?
Gamli læknirinn: Sástu hvað and'
lit hans er afskræmt?
Ungi læknirinn: Hann hefir að
líkindum einhverntíma orðið fyrir
slysi.
Gamli læknirinn: Hann er í gömi'
um hermanna búningi.
Ungi læknirinn: Hann getur verið
einn af þeim, sem komu heim úr fyrra
stríðinu, en náðu sér aldrei.
Gamli læknirinn: Já, einn af þuS'
undunum. Hver lagði þeim til lóð a^
varúð? Ekki gerðum við læknaro’1
neitt til að koma í veg fyrir alt Þa^
böl og eymd, sem af stríðinu hlaust-
Og nú er önnur styrjöld skollin a-
Nei. Ekki eitt lóð af varúð, en heilar
smálestir af lækningum.
Ungi læknirinn: Ekki er þa^ 1
okkar verkahring, að taka fram fyrir
hendurnar á valdhöfum þjóðanna-
Gamli læknirinn (meðan hann
hengir mottóið og raðar ljósmyndnn
um þar sem þær voru) : Líklega ekk1-
En ekki virðist úr vegi, að laekna
stéttin hefði eitthvað að segja
þau ákvæði stjórnmálamanna, selT!