Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 60
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kjör fólksins afskiftalaus, þó fjöld-
inn sé oft og einatt hálfsveltur, hálf-
nakinn og búi í hreysum, sem eru ó-
samboðin siðaðri þjóð. Alt þetta líð-
ið þið vitandi þó, að slíkt ástand
veldur ótölulegum sjúkdóms tilfell-
um og dauðsföllum, og leiðir að síð-
ustu til byltingar og borgarastríðs.
Og þetta í allsnægta landi! Engin
stétt í mannfélaginu er sáttari en
læknastéttin, við það fyrirkomulag,
sem leyfir tiltölulega fáum meðlim-
um þjóðfélagsins, sem örvita eru af
ágirnd og valdafíkn, að raka að sér
ágóðanum af viti og striti hinna og
koma beinlínis og óbeinlínis í veg
fyrir, að alþýðan njóti þeirra auðæfa
sem land hennar er svo ríkt af. Með
öðrum orðum: Þið eruð ætíð boðnir
og búnir að láta úti pund af lækn-
ingum, en ekki eitt einasta kvintini
af varúð.
Gamli læknirinn: Ætlast þú til að
læknastéttin umturni þeirri þjóðfé-
lagsskipun sem við búum við, þá er
því til að svara, að við höfum hvorki
tíma né tækifæri til þeirra hluta. Þar
að auki erum við læknarnir, og mér
er óhætt að segja aðrir vísindamenn,
ólíklegastir allra manna, til að rífa
niður það sem reynsla og hyggjuvit
mannanna hefir bygt upp, og hafa
svo engu að treysta nema loftköstul-
um þínum og annara angurgapa.
Jonni: Læknisfræðinni eins og
öðrum vísindum hefir þó miðað á-
fram mest fyrir loftkastala bygging-
ar þeirra, sem sjálfsagt hafa verið
kallaðir angurgapar á sinni tíð. Á
eg að minna þig á nöfn nokkurra?
Gamli læknirinn: Jæja, Jonni
minn. Eg nenni ekki að jagast við
þig. Þér er svo mikið niðri fyrir, að
þér léttir líklega ekki fyr en þú hefir
helt yfir mig öllum þessum vísdómi
þínum.
Jonni: Eg benti þér á, að stofna
mætti alþjóðafélag með ykkur lækn-
ana í broddi fylkingar. Fyrsta verk-
efni þess væri að rannsaka allar or-
sakir sem beinlínis og óbeinlínis leiða
til styrjalda, og gera skynsanjlegar
tillögur til breytinga á því ástandi>
sem leiðir til stríðs. Svo ættu álykt-
anir og tillögur ykkar að vera skyldu-
námsgrein í hverjum skóla um aRar!
heim. Og það ætti ekki að reynast
þrekvirki, að sýna ungum og göml'
um fram á tilgangsleysi mannlífsins
eins lengi og yngri kynslóðin dreput
og limlestir sjálfa sig og eyðileggur
það sem feður hennar og forfeðut
bygðu upp. Og þetta kallar þu loft'
kastala! Bláköld, mannleg skynsem’
ætti að mega ganga út frá því, a^
læknar og aðrir vísindamenn neiti að
vinna að miljóna morðum og annar1
eyðilegging, sem stríð hafa í för með
sér, og að listamenn og verkfræðing'
ar álíti markmið sín öllu fremur
gleði og velmegun mannkynsins, eU
þjáningar og niðurdrep þess. (Þögn)-
Gamli læknirinn: Ertu búinn?
Jonni: Enn skilja alt of fáir, a^
það er núverandi stjórnarfar og fyr
irkomulag á hagsmunum einstakling3
og þjóða, sem orsök er að þeSSU
stríði. Þann sannleik verður alþýð
an að læra að skilja og viðurkenna
áður en von er um frið. (Þögn)-
Gamli læknirinn: Það liggur
vert verkefni fyrir þessu alþjóða fe
lagi þínu. Svo mikið, að eg sé ekk1
út úr því, og það þó eg hætti alve&
við lækningar.
Jonni: Yfirleitt er engin staða
mannfélaginu eins vandasöm eins °°
þeirra, sem fara með völdin. Þó «a