Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 62
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ungi læknirinn: Og hann kom
aldrei til skila?
Gamli læknirinn: Aldrei. (Situr
hugsi. Þögn).
Ungi læknirinn (stendur upp):
Jæja. Ekki dugar þetta. Bráðum
ber sjúklinga að. (Fer út til hægri).
Flækingurinn (kemur inn frá
vinstri) : Góðan daginn læknir.
Gamli læknirinn (lítur upp. —
Dræmt): Góðan morgun. (Stendur
upp). Eg skal kalla á læknirinn.
Flækingurinn (bandar hendinni og
sest): Nei, bíddu við. Þú ert minn
læknir. Eg frétti að í dag væri síð-
asta tækifærið að finna þig hér.
Gamli læknirinn (hikar, sest, at-
hugar flækinginn): Það er ekki
lengur í mínum verkahring, að sinna
hér sjúklingum.
Flækingurinn: Eg heyri svo sagt.
En það tekur þig aðeins nokkur
augnablik að líta á mig.
Gamli læknirinn (tekur eyðublað
upp úr borðskúffunni og penna á
borðinu) : Nafn og aldur? (Þögn).
Má eg fá að vita hvað þú heitir og
hvað gamall þú ert? — Og heimilis-
fang?
Flækingurinn: Svo þú þekkir mig
ekki!
Gamli læknirinn: Eg er hræddur
um ekki.
Flækingurinn (hristir höfuðið):
Þá getur þú varla talist góður borg-
ari.
Gamli læknirinn: Við skulum ekki
fást um það. Segðu mér bara hvað
þú heitir.
Flækingurinn: Eigir þú við skírn-
ar- og ættarnöfn, er eg fyrir löngu
hafinn yfir þann hégóma.
Gamli læknirinn (hikandi): En
hvar áttu þá heima?
Flækingurinn: .Hvar sem er á
allri jarðar kringlunni.
Gamli læknirinn: Með öðrum orð-
um, þú ert flakkari.
Flækingurinn: Eins og þér sýnist
um það. Eg á heima í öllum lönduni
siðmenningarinnar.
Gamli læknirinn: Hefir þú nokk-
uð sérstakt fyrir stafni?
Flækingurinn: Já, heldur það.
Gamli læknirinn: Og hvaða at-
vinnu stundar þú?
Flækingurinn: Frægð.
Gamli læknirinn: Frægð?
Flækingurinn: Heimsfrægð.
Gamli læknirinn: Og á hverju
byggist sú frægð?
Flækingurinn (klórar sér í höfð-
inu) : Ja, eg man það nú ekki í svip'
inn; en allar stórþjóðir efla hetju-
skap og ættjarðarást borgara sinna
með því að minnast mín og halda
frægð minni á lofti.
Gamli læknirinn (ráðalaus):
eg líta á skrásetningarskírteini þitt?
Flækingurinn: Eg hefi ekker-
þesskonar á mér. Þesskonar plóga
eru mér ónýt og óþörf.
Gamli læknirinn: Varstu ekki
skrásettur í fyrra sumar?
Flækingurinn: Nei, svo lágt legst
eg ekki, að eg sinni slíkri heimsku.
Gamli læknirinn: Lögreglan el
kannske á annari skoðun.
Flækingurinn (hlær ámátlega) •
Eins og mig varði nokkuð um skoð-
anir lögreglunnar. Eg er fyrir löng11
vaxinn yfir öll lög. Eg er æðri öH'
um stjórnarvöldum.