Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 63
OKKAR Á MILLI
41
Gamli læknirinn: Svo þú vilt ekki
að eg fái nokkur deili á þér.
Flækingurinn (hristir höfuðið):
fyrirgefðu. Eg gleymdi fáfræði
þinni, að þú þekkir ekki mesta mann
heimsins — hinn ókunna hermann.
Gamli læknirinn: Hinn ókunna
hermann!
Flækingurinn: Já. Eg er hann.
^esti maður í heimi. Dáður í ræðu
°S riti í öllum löndum heimsins.
Hvarvetna hafa mér verið reist hin
Veglegustu minnismerki, og næst
Suði almáttugum, er eg lofaður og
Vegsamaður jafnt af háum sem lág-
um. Þegar þjóðhöfðingjar og æðstu
Pfestar hafa sem mest við, flytja þeir
^nér hátíðlegar lofræður og kostbæra
blómsveiga. Og svo segist þú ekki
þekkja mig, — hinn ókunna her-
niann. (Þögn).
Gamli læknirinn: Eg er hræddur
Utn að það sé ekki á mínu valdi að
kjálpa þér.
^lækingurinn: Hver sagði að eg
Vasri hjálparþurfi?
Gamii læknirinn: Nú til hvers leit-
aðir þú til mín?
^lækingurinn: Eg vildi að þú litir
Sv°na á mig, segjum til að fullvissa
um, að eg sé fær — fær til að
Caka Öllu því lofi og öllum þeim
heiðri sem hlaðið er á mig. Eins og
þú veist, þarf sterk bein til að þola
góða daga.
Gamli læknirinn (stendur upp):
Eg er að fara heim. Hvernig væri að
þú kæmir með mér, svo við gætum
rabbað saman í næði? (Stendur upp
og sækir hattinn sinn).
Flækingurinn: Eg þakka boðið, en
eins og þú getur skilið, hefi eg í mörg
horn að líta. (Stendur upp og starir
á mottóið. Ungi læknirinn og hjúkr-
unarkonan koma inn frá hægri. Þau
staldra við og horfa ýmist á flæking-
inn eða gamla læknirinn. — Ungi
læknirinn heldur á skírteinum sín-
um. Gamli læknirinn tekur skír-
teini sín af borðinu og géngur til
dyra vinstra megin. Heldur hurð-
inni opinni og starir á flækinginn).
Flækingurinn (haltrast fram gólf-
ið eftir gamla lækninum. Við sjálfan
sig) : Eitt lóð af varúð, betra en pund
af lækningum. (Endurtekur þetta
ad lib þar til hann er kominn að dyr-
unum, þá lítur hann upp á gamla
læknirinn) : Okkar á milli.
Skírteini unga læknisins falla á
gólfið.
Gamli læknirinn og flækingurinn
fara.
T J ALDIÐ