Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 67
TVEIR MERKISMENN
45
altaf slíkri hrossheilsu að fagna; síð-
ustu árin förlaðist honum sýn og
heilsan bilaði, ekki ósennilega vegna
rnargra áratuga strits bóndans í við-
bót við andlegu vinnuna. Svo mikið
er víst að hann andaðist eftir langa
legu á sjúkrahúsinu á Húsavík.
Það vaeri því ekki að undra, þótt
ellimörk sæist á síðustu verkum Guð-
mundar Friðjónssonar. Eg hygg
raunar að það verði varla sagt, þótt
hitt megi vera, að hann hafi ekkert
ritað eins gott síðustu árin, eins og
hann ritaði best áður. Mér líst svo á
síðasta sagnakver hans: Úti á víða-
vangi; frásagnir um dýr, (Reykjavík
1938), en eg hef ekki séð síðustu
Ijóðabók hans: Utan af víðavangi;
kvæði, (Reykjavík 1942).
Aftur á móti átti hann margar
greinar í blöðum og tímaritum fram á
síðustu ár, sem í engu virðast standa
að baki því er hann hafði áður ritað
af sama tæi.
II.
Guðmundur Friðjónsson andaðist
a sjúkrahúsinu á Húsavík 24. júní
1944 eftir langa og erfiða legu. Hafði
hann verið veikur síðustu tvö eða
jafnvel þrjú árin. Mun hann hafa
haft krabbamein.
Utför hans var ger mjög virðuleg.
■^ór hún fram bæði að Húsavík og að
heimili hans Sandi, en hann var graf-
'nn að Neskirkju í Aðaldal. Átta
synir hans báru kistuna til grafar.
■^inn sonur hans, Valtýr orti kvæði,
er kirkjukórinn söng við jarðarför-
ltla, annar þeirra, Þóroddur, flutti
kveðju frá konu og börnum.
Guðmundur kvæntist árið 1899
Guðrúnu Oddsdóttur, bróður- og
fósturdóttur Baldvins Sigurðssonar í
Garði, Aðaldal. Börn þeirra eru:
Bjartmar, hreppstjóri á Sandi; Þor-
gnýr, kennari í Aðaldal; Þóroddur,
kennari á Eiðum; Völundur, gáfað-
ur piltur, dáinn 1930; Baldur, bóndi
á Sandi; Heiðrekur, verslunarmaður
á Akureyri; Valtýr, heima á Sandi;
Snær, dó á fyrsta ári; Hermóður,
bóndi á Nesi, Aðaldal; Sigurbjörg,
gift kona á Sandi; Solveig og Frið-
jón, bæði heima á Sandi.
Það er auðséð, að Guðmundur hefir
eigi aðeins verið “auðugur að verkum
vel”, heldur hefir hann og verið “af
sonum sæll.” Til hvors tveggja hefir
hann notið þess að hann var kvæntur
vel.
Karl Kristjánsson oddviti á Húsa-
vík tilfærði í ræðu, er hann hélt við
útför Guðmundar, kvæði eftir skáld-
ið, er hann kallar “Niðurstöðu” ævi
sinnar. Það hljóðar svo:
Fór eg i heiði, fékk eg eina tinu.
Fór eg á engi, sló eg meðal brýnu.
Út reri eg og einn eg fékk í hlut.
Upp dreg eg bát í naust með léttan skut.
Stiltu þig, son minn, stillið grátinn
dætur,
strengharpa mín þótt laskist. —
Góðar nætur.
Norræna lifir enn, þó undan beri
útskagamann, sem langan barning reri.
Það eru engin elliglöp á þessari
kveðju.
Láts Guðmundar var að sjálfsögðu
getið í öllum blöðum. Bestar fréttir af
útförinni, 6. júlí 1944, eru í Morgun-
blaðinu 7. júlí. Ræða Karls Kristjáns-
sonar er í Tímanum 25. júlí.
Bestu greinar um Guðmund skrif-
uðu við þetta tækifæri G. G. Hagalín
í Alþýðublaðinu 6. júlí: “Við útför