Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 73
GLÆSISVALLAHIRÐIN
51
F'ótalaus stríðsmaður: Þér hefir
tekist að gera fáa menn úr öllum
fjöldanum.
Goðmundur: Eg hjó af nokkrum
þeirra hausinn, þá sáu þeir að vopn
var einmitt það sem þeir þurftu að
^afa sjálfir.
Stríðsmaður handleggjalaus: Svo
hefir þú látið þá verja þig fyrir öðr-
um herkongum, meðan þú varst að
ausa úr auðlindum þeirra.
Goðmundur: Já. Hingað er alt
herfangið komið — gull og gersemur
og búið að grafa það í jörð. Þess
Vegna er ríki okkar svona voldugt.
Gtvörðurinn (röddin einsogáður) :
Nú hafa þeir á skipunum látið út
^rga smábáta.
Fyrsti vildarmaður: Stoltir meg-
Uru við vera og hróðugir af að til-
^eyfa slíku ríki.
Annar vildarmaður: En sú gifta
að vera óhultur undir verndarvæng
slíks herkonungs.
Goðmundur: Látum oss drekka
skál ríkisins. (Svartir þjónar bera
stórt steinker í kring — um leið og
^ir hella í bikarana springa bikar-
arnir sundur). Já, ósvikinn er drykk-
Ufinn. (Þjónarnir skifta um drykkj-
arilát og hellá í á ný). Skál ríkisins!
Hirðmenn: Skál herkongsins!
(Allir drekka nema Útvörðurinn.
T
veir menn meðal almúgans detta
niður dauðir).
Finn af vinunum: Þetta voru út-
endingar, sem ekki þoldu drykkinn.
Goðmundur: Berið þá burt. Slíka
^ttlera og örkvisi eigum við ekki
®Jálfir á meðal okkar. (Líkin eru bor-
ln burt og eru þegar stirðnuð).
^tvörðurinn (eins og áður): Er
það ekki grunsamlegt að f jöldi manna
er nú að færa sig af langskipunum
niður í smábátana?
Goðmundur: Þar eð eg hef haft
mig í hættu----
Fótalausi stríðsmaðurinn: Þegar
þú gast ekki skýlt þér bak við her-
tekna fanga.
Goðmundur: —en hepnast þó að
flytja hingað herfang úr hverju landi
sem eg hefi heimsótt, hygst eg nú að
halda kyrru fyrir um hríð og njóta
ávaxtanna af því sem eg á í jörðu
grafið, vopna herinn að nýju, búa
hann út til nýrrar herferðar. — Svo
eg hafi tóm til þess verð eg að láta
mér ant um friðinn. Mér er skylt að
beita mér sem best fyrir friðarhug-
sjón, sýna öðrum herkongum fram á
það, hve nauðsynlegt sé að friður
haldist milli landanna.
Rauður: Sumar þjóðirnar, sem þú
hefir heitið vernd þinni, ef á þær
yrði ráðist — þjóðirnar sem þykjast
hafa um sárt að binda af þínum völd-
um, eru nú, eins og þú veist, að berj-
ast við ýmsan árásher og alt af að
biðja þig að senda sér hjálp sam-
kvæmt samningi.
Goðmundur: Meðan þessi árásar-
her er að drepa þær, er hann ekki að
drepa okkur.
Rauður: Þær eru ekki ánægðar
með það.
Goðmundur (önugur) : Hef eg ekki
oftsinnis ámálgað við þig að tilkynna
þessum skjólstæðingum mínum að
eftir að lönd þeirra eru lögð í eyði og
hver maður drepinn skuli þeir berj-
ast með mínum her og minn her með
þeim, hlið við hlið, í sameiginlegum
tilgangi — fyrir sannleikann og rétt-
lætið.