Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 74
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Rauöur: Þær halda því fram, að,
ef þú efndir loforð þín, mundu þær
vinna sigur og ófriðurinn hjaðna
niður.
Goömundur: Segðu báðum ófriðar-
aðilum að halda áfram að berjast, eg
standi með þeim. (Upp yfir alla).
Þeir mega gjarna eyða hver öðrum,
svo löndin verði laus og mér auð-
veldara að leggja þau undir mig.
Rauöur: En þú veist að þeir, sem
þú lofaðir verndinni, eru að bíða
ósigur. Hinir, sem sigra leggja undir
sig löndin.
Goömundur: Segðu að eg mót-
mæli!
Rauöur (þokar sér aftur á bak):
Eg ræð þér að leyfa ekki framar inn-
göngu sendisveinum þjóða þeirra er
staðhæfa að þú hafir gert sér rangt
til.
Goömundur: Eg hef alt af getað
haft þá af mér með nýjum og nýjum
loforðum.
Rauöur: Að því getur komið að
eintóm loforð dugi ekki.
Goömundur: Öllu er óhætt meðan
þjóðir, sem eg hef sigrað, eru að rétta
við aftur. Það má ekki leyfa þeim of
langt. Eg verð aðeins að bíða þangað
til þær hafa komist yfir mátulega
mikið fé fyrir mig að taka í mína
varðveislu.
(Varðmennirnir, hafa komið til
baka).
Fyrsti varömaöur (kallar) : Nú eru
þeir á leið til lands. Auðsjáanlega
eru þetta óvinir; þeir eru með vopn
sem okkar eigin vopnasmiðir hafa
smíðað.
Goömundur (all æstur) : Óvinir á
leið til lands! og útvörðurinn hefir
ekki gert viðvart. Heyrði nokkur
hann gera viðvart? (Allir þegja).
Enginn! Leiðið útvörðinn út og
hengið hann.
Annar varömaöur (hefur útvörðinn
upp úr sætinu) : Hann er þegar dauð-
ur og — farinn að stirðna.
Goömundur (mildilega) : Það er þá
réttast að hlífa honum.
Annar varðmaður lætur útvörðinn
falla í sætið aftur, snúa hægri hlið-
inni að glugganum og horfa brostn-
um sjónarglerunum fram.
Rauöur (við Goðmund) : Nú vil eg
gefa þér það heilræði að friðmælast
við þessa óvini, sem að sjálfsögðn
þykjast eiga harma sinna að hefna-
(Útvörðurinn er skyndilega lagður
spjóti inn um gluggann).
Goömundur (mjög hátíðlega) : Sem
þið sjáið, piltar, hefir á okkur verið
ráðist og það án þess við gæfum til'
efni til.
Fyrsti varömaöur: Hann var þega5
dauður.
Goömundur: Það réttlætir ekkert,
því ef hann hefði ekki verið dauðn’
mundi hann nú hafa verið drepinn'
Hér er mikið að orðið; við höfun1
mist manninn sem okkur var órmsSj
andi. Hann var sjáandinn, sem bar 1
höfði sínu augu okkar allra, heyraná'
inn sem bar á höfði sínu eyru okkar
allra---
Annar varömaöur: Þá höfum
að sjálfsögðu verið sjónlausir °í
heyrnarlausir þangað til hann do.
Goömundur: Undir honum áttum
við okkar öryggi. (Lík útvarðarin®
er borið burt). Sendið út menn
að lýsa víginu á hendur óvinunum
kunngera þeim að eg kref jist þess a