Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 77
GLÆSISV ALL AHIRÐIN
55
mitt! Nei, aldrei. Friðinn kaupi eg
aidrei fyrir gullið mitt. Fyrr mundi
eg fórna hverju mannslífi í landinu.
(Lækkar róminn). Hvar eru nú öl-
sveinarnir?
(Það er hastarlega lostið á hurðina
• vopnabrak heyrist).
Einn af vinunum (snýr sér auð-
^júklega til Goðmundar) : í nafni
allra vina þinna og skjólstæðinga
skora eg á þig að ganga út og segja
eitthvert vilyrði, sem mundi friða
óvini þína í bili, svo við vinir þínir
gætum komist undan ómeiddir —
hver til síns heimilis.
Goðmundur: Mig tekur sárt að þið
skulig vera svona huglausir. Þið
^efðuð átt að vera með mér, þegar eg
var umkringdur óvinum úti á regin
^afi, með heljarmikinn ránsfeng, sem
eg sökti heldur í sjó en hann félli
aftur í hendur eigendanna.
Að utan heyrast hróp og köll.
Eyrsti varðmaður: Þeir kveðja þig
til útgöngu.
Einn af vinunum: Við vinir þínir
krefjumst þess, sérstaklega vegna
sjálfra okkar, að þú veitir þeim ein-
hverja úrlausn — verðir að einhverju
leyti við ósk þeirra.
Rauður: Sem ráðgjafi þinn ræð eg
þér nú í síðasta sinni, að gera að
minsta kosti einhverja tilraun.
Goðmundur (eftir nokkra umhugs-
un) : Eg skal gjarna þóknast ykkur
með því að reyna að beita einhverj-
um undanbrögðum, ljúga að þeim ein-
hverju nýju — lofa þeim einhverri
úrlausn, án þess þó eg ætli mér að
efna nokkuð. En — hætt er við að
þeir treysti mér ekki eftir alt sem er
undangengið.
Um leið og hann stendur upp losn-
ar hann sundur í miðju eftir endi-
löngu og fellur — sinn helmingurinn
til hvorrar handar.
T ] ALDIÐ
Eftir Jón Jónatansson
Þótt um merkur vang og völl
vítt, ættstenkur skállmi
ber hann merki íslands öll
undir serk og hjálmi.
Hvar í sýn sem hann um fer
ihafs á gínum völtum, «
ihlið við sína sverð hann ber
sam að skín á Ihjöltum.
Þótt ’ann haldi auðnir á
yfir kaldan hjara,
merkin skjalda samt má sjá
sem um aldir vara.