Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 78
r
]nÍ0ssim§óM.Bii Ibigl&^ip© Islanos
Eftir prófessor Richard Beck
Heimsókn Sigurgeirs Sigurðsson-
ar, biskups íslands, síðastliðinn vet-
ur mun jafnan verða talinn merkur
viðburður í sögu íslendinga vestan
hafs, enda þóttu það mikil og góð
tíðindi, er það varð hljóðbært, að rík-
isstjórnin hefði valið þennan ágæta
fulltrúa heimaþjóðarinnar, og jafn-
hliða einn af allra virðulegustu em-
bættismönnum hennar, til þess að
mæta fyrir hönd sína og íslensku
þjóðarinnar á 25 ára afmæli Þjóð-
ræknisfélagsins. Var þar um að ræða
mikið vinarbragð af hálfu ríkisstjórn-
arinnar, og félaginu og fslendingum
í landi hér að sama skapi sómi sýnd-
ur. En hinar drengilegu undirtektir
stjórnarinnar um að senda fulltrúa á
aldarfjórðungsafmæli félagsins, og
þá eigi síður val fulltrúans, eru enn-
þá þakkarverðari, þegar tekið er tillit
til þess, að tími varð minni til stefnu
en ætlað hafði verið. Er að þessu
vikið í bréfi frá þáverandi utanríkis-
ráðherra íslands, herra Vilhjálmi
Þór, til forseta Þjóðræknisfélagsins
(dags. 4. febrúar 1944), og sæmir vel,
að þetta bréf, er lesið var upp, þá er
biskup var kyntur þingheimi, geym-
ist í málgagni félagsins einmitt í
sambandi við frásögnina um komu
og frægðarorð hins göfuga gests
heiman um haf hingað á vesturvegu.
Bréfið, sem einnig hefir inni að
halda hlýjar kveðjur til Þjóðræknis-
félagsins og Vestur-fslendinga, er á
þessa leið:
“Við höfum skiptst á nokkrum
símskeytum fyrirfarandi, út af
25 ára afmæli Þjóðræknisfélags-
ins. Er mér það mikið gleðiefni,
að mér og ríkisstjórninni hepn-
aðist að koma því svo fyrir, þótt
tíma væri naumur, að við getum
sent fulltrúa héðan að heiman til
ykkar, og sérstaklega er mér það
mikið ánægjuefni, að mér hepn-
aðist að fá svo virðulegan sendi-
mann sem biskupinn yfir íslandi
herra Sigurgeir Sigurðsson er.
“Eg er þess fullviss, að Þjóð-
ræknisfélagið og Vestur-íslend-
ingar yfirleitt meta það að verð-
leikum, að þessi einn af æðstu