Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
60
til vináttu og samstarfs. Mættu
þessar hendur í dag tengjast
fastar en nokkru sinni fyr.
“Mundi ekki vera sólskin og
fegurð á fjöllum íslands í dag?
Mundi ekki sunna “greiða gull-
hár sitt fyrir jökulspeglum” ?
Þannig vil eg hugsa mér það.
“Hún er fögur með fannakögur”.
Og nú er hún, Fjallkonan fríða,
með sérstöku gleðibragði og
faðmar börn sín öll í dag. Góð
móðir á enga ósk heitari en að
sjá börh sín rækja skyldur sínar
innbyrðis, hvert við annað — og
verða eitt, með einum huga, einni
sál. Ef til vill erum vér þeirri
fögru hugsjón nær, íslendingar,
í dag en nokkru sinni fyrr. í dag
tala minningar Fjallkonunnar.
Hún þakkar yður ræktarsemi
yðar og órofa trygð. Hún þakk-
ar þátttöku yðar í drengilegu og
fögru verki, er hún þurfti á því
að halda að ný skip flyti fyrir
landi “færandi varninginn heim.”
Hún þakkar yður sem komuð
heim og dvölduð heima merkis-
árið 1930 og þátttöku yðar sem
ekki áttuð þess kost að koma, í
hlýjum óskum yðar og kveðjum
og ást yðar til landsins og íbúa
þess.
Guð blessi yður öll.”
Því næst las hann oíj afhenti Þjóð-
ræknisfélaginu að gjöf skrautritað
ávarp frá ríkisstjóra o<j ríkisstjórn
fslands, hið fegursta bókfell, og ann-
að ávarp, skrautletrað og fagurt
mjög, frá Þjóðræknisfélaginu á ís-
landi; eru þau hvortvegííja hinir á-
gætustu minjagripir. Flutti hann
ennfremur kveðjur frá þjóðkirkju ís-
lands, Prestafélagi íslands, fþrótta-
sambandi íslands og ýmsum öðrum
félögum á íslandi.
Var ræðu biskups og öðrum
kveðjuflutningi hans tekið með fá-
gætri hrifningu af öllum viðstödd-
um, svo að þessi hátíðlega stund mun
þeim seint úr minni líða, enda fóru
saman hjá honum málsnild, göfug
hugsun og ljúfmannleg framkoma.
Tvær aðrar ágætisræður flutti Sig'
urgeir biskup í sambandi við afmael-
isþing Þjóðræknisfélagsins, hina
fyrri á afar fjölmennri árshátíð Þjóð-
ræknisdeildarinnar “Frón”, þar sem
hann lýsti ferð sinni vestur og sagði
fréttir heiman af íslandi, en hina
síðari í hinum fjölsótta afmælis-
fagnaði félagsins í þinglok, þar sem
hann þakkaði samveruna og móttök-
urnar um þingtímann og sló drengi'
lega og eftirminnilega á þjóðræknis-
strenginn.
En vikurnar tvær, sem hann dvald'
í Winnipeg, flutti Sigurgeir biskup
erindi og ávörp á mörgum öðrum
samkomum og í samsætum, meðal
annars áhrifamiklar ræður við guðs-
þjónustur í báðum íslensku kirkjun-
um þar í borg, og var guðsþjónust-
unni frá Fyrstu lútersku kirkju ut-
varpað. Þá mun mörgum verða
minnisstæð hin fagra kveðjuræða
hans á hinni almennu samkomu þar 1
borg, er hann var kvaddur og honum
þökkuð ógleymanleg koma.
Á umræddu hálfsmánaðartímabik
heimsótti hann einnig fslendinga að
Gimli, í Selkirk og Argyle, en síðan
lá leið hans suður á bóginn til lS
lensku bygðarinnar í Norður Dakota-
þar sem hann flutti ræður og prédik
aði bæði á Mountain og Garðar, þa
an til Grand Forks, Minneapolis. °£