Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 84
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
svo vestur til Seattle. Á vestur-
ströndinni heimsótti hann einnig ís-
lendinga í Vancouver, Blaine, San
Francisco, Berkeley og Los Angeles,
en síðan sneri hann austur aftur, til
Chicago, New York og Washington,
D. C.
Á þessu ferðalagi sínu um Banda-
ríkin og norður fyrir landamærin,
flutti Sigurgeir biskup, auk þess sem
áður getur, samkomu-ræður og pré-
dikanir, á íslensku og ensku, á mörg-
um stöðum, og var hyltur í f jölmenn-
um samsætum landa sinna og annara,
því að hvarvetna þótti hann að mak-
legleikum hinn mesti aufúsugestur.
Sendiherra íslands í Washington.
aðalræðismaður þess í New York, og
kjörræðismenn þess beggja megin
landamæranna, gerðu vitanlega sitt
til að greiða götu hins góða gests og
fagna honum. Meðal annars höfðu
sendiherrahjónin íslensku í Wash-
ington mjög virðulega og fjölsótta
móttöku til heiðurs honum á heimili
sínu, þar sem var saman komið margt
virðingarmanna amerískra og er-
lendra.
Þá var biskupi að vonum margvís-
legur sómi sýndur á ferð sinni. Eins
og sjálfsagt var, kaus Þjóðræknisfé-
lagið hann heiðursfélaga sinn á af-
mælsisþingi sínu; Icelandic Canad-
ian Club gerði hann einnig að heið-
ursfélaga sínum. Hann var og sæmd-
ur mörgum góðum gjöfum víðsvegar.
Þá ber sérstaklega að geta þess, að
tvær merkar amerískar mentastofn-
anir krýndu hann sínum hæsta heiðri,
með því að gera hann að heiðurs-
doktor. Ríkisháskólinn í Norður-
Dakota (University of North Da-
kota) sæmdi hann doktorsnafnbót í
humanistiskum fræðum, “Doctor of
Humanities” (L.H.D.), en sú heið-
ursviðurkenning veitist aðeins menn-
ingarfrömuðum og andlegum leiðtog-
um. Má og í því sambandi minna a
það, að auk Sigurgeirs biskups hafa
aðeins tveir Norðurálfumenn verið
gerðir heiðursdoktorar af ríkishá-
skóla þessum, sem sé Ólafur ríkiserf-
ingi Norðmanna og dr. Carl J. Ham-
bro, stórþingsforseti þeirra. Elsti
prestaskóli Sameinuðu lútersku
kirkjunnar í Norður-Ameríku, Wag-
ner College í New York, sæmdi Sig'
urgeir biskup einnig heiðursdoktors-
nafnbót í guðfræði, fyrir hönd hinn-
ar fjölmennu kirkjudeildar sinnar.
Var íslenska þjóðstofninum í heild
sinni sómi sýndur með þessum virð-
ingarmerkjum, eigi síður en biskupi
sjálfum sem glæsilegum fulltrúa
heimaþjóðarinnar.
Ekki er það því ofsögum sagt, að
Sigurgeir biskup hafi farið hina
mestu sigurför hingað vestur um haf.
eigi aðeins meðal íslendinga í landi
hér, heldur einnig annarsstaðar, hvar
sem leið hans lá. Hann hreif hugi
tilheyrenda sinna alstaðar með fögr*
um ræðum sínum, ljúfmensku og
virðuleika. Því til staðfestingar eru
fjölmargar greinar í vestur-íslensku
vikublöðunum, þrungnar hrifningu
og þakklæti, og bréf víðsvegar að ur
bygðum fslendinga, sem höfundi
þessarar greinar hafa borist. Hms
sama gætir í viðtölum og blaðagrein-
um hérlendra manna.
Óhætt er því að fullyrða, að Sigur'
geir biskup hafi með heimsókn sinm
treyst ómetanlega bræðraböndin
milli fslendinga austan hafs og vest-
an, unnið þjóðræknismálunum hérna
megin hafsins hið mesta gagn °S
jafnframt samvinnumálunum mi^1