Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 91
BRANDUR JÓNSSON BRANDSON, LÆKNIR
69
asvinlega sótst sem ræðumanni þegar
vel átti til einhvers að vanda og mikið
var viðhaft.
Hann var einn af stofnendum Þjóð-
ræknisfélagsins og heiðursfélagi
þess.
Hann tók mikinn þátt í undirbún-
ingi heimferðarinnar 1930, og þótti
ttúkið til hans koma á Þingvelli þeg-
ar hann flutti þar ræðu fyrir Vestur-
íslendinga.
Hann og kona hans voru boðin
heim til fslands 1941 sem gestir
stjórnarinnar; en þeirri ferð varð,
því miður, að fresta.
Árið 1930 var hann kjörinn heið-
Ursdoktor í lækningavísindum við
háskóla fslands og stórriddari Fálka-
°rðunnar 1940.
í stjórnmálum var hann liberal.
Áttu þeir þar mikla samvinnu, Th. H.
Johnson ráðherra, H. A. Bergman
úómari og Dr. Brandson. Voru þess-
ir þrír menn svo tryggir vinir og
samverkamenn, að þeir mintu á fóst-
brasðralagið gamla. Dr. Brandson
Var vinur vina sinna.
Ef eitthvert eitt orð ætti að veljast,
sem sérstaklega ætti að einkenna Dr.
Erandson, þá væri það trygðin
trygð við menn og trygð við mál-
efni. Þegar hann á annað borð tok að
s®r að styðja eitthvert mál, fylgdi
hann því og vann fyrir það heill og
°skiftur. Hann lét það þá ekki á sig
þótt það kostaði snarpa rimmu og
kráðabirgðar sársauka. Þar á við um
hann kafli í kvæði Þorsteins, sem
^ninst var á áður:
Á íslenskum hátindi’ er einatt hvast,
en aldrei þig stilling og festu brast
né karlmensku’ að standa þar fyrir fast,
• er forviðris stóð þitt merki.”
Eitt málefni tók Dr. Brandson að
sér, sem ekki má gleyma. Það var
elliheimilið Betel. Hann var einn
þeirra, sem fyrst komu því á fót og
sterkur verndari þess til dauðadags.
Hann tók svo miklu ástfóstri við þá
stofnun, að eins dæmi mun vera.
Hann heimsótti “gömlu börnin” með
glaðværð og gjöfum og lét sér ant
um þau í öllum efnum.
Elliheimilinu Betel, sem vinsælast
og happadrýgst hefir orðið allra
stofnana meðal Vestur-íslendinga,
lýsir Dr. Thorlákson á þessa leið:
“Betel er gamalmenna heimili að
Gimli. En sá bær er frumstöð hinna
fyrstu íslensku landnámsmanna í Mani-
toba. Þar sameinast: friðsæla heimilis-
ins, sviplíki íslenskrar náttúru og einlæg
umönnun um gamla fólkið. Þar hefir
mörgum landanum auðnast að eyða ævi-
kveldi sínu við brosandi sólarlag friðar
og ánægju. Vöxtur og viðgangur, viður-
kenning og vinsældir þessarar stofnun-
ar eru að miklu leyti að þakka fram-
kvæmdum og góðri dómgreind Dr.
Brandsons.”
Þeir sem þektu Dr. Brandson þurfa
hvorki djúpt að grafa né langt að
leita að ástæðunni fyrir því að hann
tók þessu ástfóstri við elliheimilið
Betel: Það var viðkvæmni fyrir
kjörum þess fólks — þessara manna
og kvenna, sem slitið höfðu kröftum
sínum í þarfir lands og þjóðar og
stóðu nú að lokinni ferð:
“og horfðu yfir hafið
um haust af auðri strönd.”
Já, það var viðkvæmnin, mannúðin,
samhygðin sem tengdu hann við
Betel. Rétt fyrir síðustu jólin sem
hann lifði, spurði hann hvort munað