Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 92
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hefði verið eftir að senda jólagjöf til
Betel; og að síðustu mintist hann
Betel höfðinglega í erfðaskrá sinni.
Það er víst að gömlu börnin á Betel
taka undir með Þ. Þ. Þ. í kvæði hans
til Dr. Brandsons:
“Mfn rödd — ein af þúsundum — þökk
fram ber
frá þreyttum og stríðandi landnámsher,
sem virðingu alþjóðar vottar þér,
en vinskap og trygðir í hljóði.”
Dr. Brandson var fæddur 1. júní
1874 (Þjóðhátíðar árið) að Fremri
Brekku við Breiðafjörð á íslandi.
Foreldrar hans voru þau hjónin, Jón
Brandsson frá Hvoli í Dalasýslu og
Margrét Guðbrandsdóttir Sturlaugs-
sonar frá Hvítadal.
Árið 1878 fluttu þau vestur um haf
og settust að um hríð í Minnesota-
ríkinu; en til Norður Dakota árið
1880 og settust að í nánd við Garðar.
Þá var Brandur sex ára. Að loknu al-
þýðuskólanámi naut hann heima-
kenslu hjá séra Friðrik Bergmann,
sem bjó hann undir nám við Gustavus
Adolphus skólann í Minnesota. Það-
an útskrifaðist Brandur 1895; byrjaði
þar næst nám við læknaskólann í
Winnipeg og útskrifaðist þaðan árið
1900. Hann stundaði lækningar í
Edinburg í Norður Dakota frá 1900
til 1905, að undanteknu einu ári sem
hann varði til fullnaðar- og fram-
haldsnáms á Englandi og Þýskalandi.
Árið 1905 byrjaði hann að stunda
lækningar í Winnipeg og var þar alla
ævi síðan. Sama ár kvæntist hann
ungfrú Aðalbjörgu dóttur þeirra
hjóna Benedikts Jónssonar Bensons
og Nönnu Arngrímsdóttur málara-
Þau eignuðust f jögur börn: Jón, sem
dó kornungur; Margréti, hún er gift
hérlendum skurðlækni Dr. Hillsman
sem er nú í herþjónustu; Theódóru,
sem er gift herlendum manni Chevr-
ier að nafni, hann er einnig í herþjón-
ustu og Thomas, liðsforingja í sjó-
hernum. Hann var á skipinu Atha-
baska, sem var sökt í sjóorustu.
Dr. Brandson var elstur systkina
sinna, en þau voru fjögur auk hans:
Áskell, bóndi við Blaine í Washing-
ton; Einar, í Seattle; Sigríður, sem
var gift Ólafi lækni Björnsson, þau
eru bæði látin, og Petrína, gift inn-
lendum manni í Nýja Englands ríkj'
unum.
Dr. Brandson lést að heimili sínu
í Winnipeg 20. júní 1944, rúmleg3
sjötugur.
Allir íslendingar í Vesturheimi
sakna Dr. Brandsons og fjölda marg-
ir aðrir. Allir fslendingar senda
honum hlýjar hugsanir út yfir gr°‘
og dauða. Allir íslendingar —- °£
fjöldi annara — samhryggjast ekkj'
unni — hinni góðu konu, sem nu ö
einnig um annað sár að binda. Þen
biðja þess allir að guð og gæfan meg1
vernda hana og leiða.